fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Mikael 12 ára á barnageðdeild eftir linnulaust einelti – Safnað fyrir lækniskostnaði – „Hjálpum honum að finna aftur leiðina til hamingjunnar“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 18:55

Mikael Mynd: Úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur Írisar Ómarsdóttur, Mikael sem er 12 ára, dvelur á barnageðdeild eftir að læknar og félagsráðgjafar töldu það vera nauðsynlegt skref til að tryggja öryggi hans og veita honum þá faglegu umönnun sem hann þurfti sárlega á að halda. 

Mikael mátti að sögn móður hans þola hrottalegt einelti í skólanum sínum á Íslandi sem skildi eftir sig djúp tilfinningaleg ör sem enn ásækja hann. Fjölskyldan er búsett í Bandaríkjunum, en þangað flutti hún árið 2020 í von um betra líf. Eftir að fjölskyldan flutti í annan borgarhluta í fyrra varð Mikael aftur fyrir miklu einelti.

„Sem var mun alvarlegra en nokkuð sem hann hafði upplifað áður. Kvalirnar sem hann mátti þola gerði hann alvarlega þunglyndan og síðastliðið ár horfðum við á hann verða ekkert annað en skugginn af fyndna og lífsglaða stráknum okkar. Þunglyndið leiddi Mikael að sjálfsvígshugsunum og -tilraun. Af ótta um líf hans áttum við ekki annarra kosta völ en að koma honum á bráðamóttöku barna,“ segir Íris í færslu á GoFundMe. 

Þar óskar fjölskyldan eftir fjárhagsstuðningi frá fjölskyldu, vinum og öðrum góðhjörtuðum, en mikil fjárhagsbyrði fylgir veikindum Mikaels, sem er aukið álag á fjölskylduna alla. 

Mikael og móðir hans gáfu DV góðfúslegt leyfi til að deila söfnuninni og hér á eftir er færsla Írísar í heild sinni: 

Elskulega fjölskylda, vinir og aðrir góðhjartaðir einstaklingar,

Við fjölskyldan erum nú í mjög erfiðri stöðu og leitum því hjálpar til þeirra sem geta veitt hana.

Sonur okkar, Mikael hefur átt einstaklega erfitt undanfarin misseri og er nú að upplifa það sem ekkert barn ætti nokurntíman að þurfa að gera. Eins og einverjir vita þá tókum við fjölskyldan þá ákvörðun að flytja frá Íslandi til Bandaríkjanna árið 2020 í vonum um fleiri tækifæri og betra líf. Flutningurinn til nýs lands var veruleg aðlögun fyrir fjölskylduna, en kom þó verst niður á Mikael. Að eignast vini í framandi landi, með aðra menningu og tungumál var honum erfitt en áður hafði Mikael þegar þolað hrottalegt einelti í skólanum sínum á Íslandi sem skildi eftir sig djúp tilfinningaleg ör sem enn ásækja hann.

Við höfðum keypt lítið hús og eignast annað barn þegar við ákváðum að flytja í annan borgarhluta árið 2022 því okkur bauðst tækifæri til að flytja inn í stærra hús sem hentaði betur þörfum okkar og en einnig höfðum við fengið mörg meðmæli með skólum fyrir syni okkar á nýja staðnum. Við héldum að þetta væri ný byrjun, tækifæri fyrir Mikael að finna hamingjuna og viðurkenninguna sem hann þurfti svo sárlega á að halda. Hins vegar hafði lífið önnur áform fyrir okkur.

Í nýja skólanum stóð Mikael frammi fyrir nýrri bylgju linnulauss eineltis, sem var mun alvarlegra en nokkuð sem hann hafði upplifað áður. Kvalirnar sem hann mátti þola gerði hann alvarlega þunglyndan og síðastliðið ár horfðum við á hann verða ekkert annað en skugginn af fyndna og lífsglaða stráknum okkar. Þunglyndið leiddi Mikael til þess að hann að sjálfsvígshugsunum og -tilraun. Af ótta um líf hans áttum við ekki annarra kosta völ en að koma honum á bráðamóttöku barna.

Læknar og félagsráðgjafar á spítalanum gerðu sér grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið væri og tóku þá erfiðu ákvörðun að leggja Mikael inn á barnageðdeild sem þeit töldu vera nauðsynlegt skref til að tryggja öryggi hans og veita honum þá faglegu umönnun sem hann þurfti sárlega á að halda.

Undanfarnar vikur hafa ekki einungis verið erfiðar fyrir fjölskylduna alla tilfinningalega heldur er yfirgnæfandi fjárhagsleg byrði sem fylgir umönnun og áframhaldandi meðferð Mikaels. Kostnaðurinn einn við spítaladvöl hans er yfirþyrmandi og eftir tryggingar sitjum við uppi með næstum $7.000 reikning. Su upphæð telur ekki allan þann kostnað sem hefur safnast vegna læknaheimsókna og meðferðar eftor útskrift hans af spítalanum. Þetta er umtalsverð upphæð fyrir fjölskylduna okkar og við erum í erfiðleikum með að mæta þessum kostnaði á eigin spýtur.

Þar að auki er meðferð Mikaels ekki lokið. Leið hans til bata mun krefjast áframhaldandi meðferða og stuðnings, sem mun hafa umtalsverðan kostnað í för með sér. Við erum staðráðin í að gera allt sem í okkar valdi stendur til að veita Mikael þau úrræði sem hann þarf til að dafna og ná fullum bata.

Við gerum okkur grein fyrir því að það er hart í ári hjá mörgum, við tökum allri hjálp fagnandi hvort sem hún er í formi fjárframlaga, deilinga á þessari fjáröflun eða öðru. Kærar þakkir!

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu