fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Pútín þaggar niður í fjölmiðlum – Mega ekki lengur fjalla um þetta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. október 2023 17:30

Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar fréttir hafa verið fluttar af níðingsverkum Wagnerliða í Úkraínu og af níðingsverkum sumra þeirra eftir heimkomuna til Rússlands.

Rússneskir fjölmiðlar, þar á meðal þeir sem stjórn Pútíns er sátt við, hafa flutt fréttir af lögbrotum Wagnerliða eftir heimkomuna, þar á meðal af morðum og öðrum ofbeldisverkum.

Wagnerhópurinn fékk tugi þúsunda fanga til liðs við sig til að berjast í Úkraínu. Í staðinn var þeim heitið sakaruppgjöf ef þeim tækist að lifa af sex mánuði á vígvellinum í Úkraínu.

En nú munu Rússar ekki fá fleiri fréttir af lögbrotum og níðingsverkum Wagnerliða eftir heimkomuna því Pútín hefur fyrirskipað ríkisfjölmiðlum að hætta að fjalla um þetta. Hinn óháði rússneski netmiðill Meduza skýrir frá þessu.

Markmiðið með þessu banni er að koma í veg fyrir Rússar hræðist heimsnúna Wagnerliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar