fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

McDonald´s gefur ísraelskum hermönnum ókeypis hamborgara – Allt vitlaust vegna þess

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. október 2023 08:00

Engar auglýsingar frá McDonalds eftir klukkan 21.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Friedman, Pulitzer-verðlaunahafi, sagði eitt sitt að tvö ríki, þar sem McDonald‘s væri í báðum, hefðu aldrei lent í stríði gegn hvort öðru. En nú berjast Ísrael og Hamas og McDonald‘s keðjan er lent í stríði við sig sjálfa.

Keðjan, sem rekur rúmlega 40.000 veitingastaði um allan heim, er nú orðin átakapunktur í stríði Ísraels og Hamas. Þetta hefur ekki aðeins leitt til þess að skemmdarverk séu unnin á veitingastöðum keðjunnar í mörgum löndum því sífellt fleiri sniðganga hana nú í Miðausturlöndum.

Þetta hófst þegar leyfishafi McDonald´s í Ísrael tilkynnti að hann myndi gefa ísraelskum hermönnum, lögreglumönnum og almennum borgurum mörg þúsund máltíðir daglega í kjölfar árásar Hamas á Ísrael þann 7. október.

Nokkrum dögum síðar skýrði leyfishafinn frá því á Instagram að tugir þúsunda máltíða hefðu verið gefnar um allt land frá árás Hamas. Með fylgdu myndir af bílum fullum af máltíðum frá McDonald´s og hermenn og starfsfólk sjúkrahúsa sem tók við þeim. Einnig var tekið fram að áfram yrði haldið að gefa mörg þúsund máltíðir á dag til hersins. Fimm veitingastaðir McDonald´s í Ísrael þjónusta einungis hermenn og aðra sem vinna að öryggismálum og fá þeir ókeypis mat þar.

En þessi samstaða ísraelska leyfishafans með ísraelska hernum hefur vakið mikla reiði í Arabaheiminum. Ráðist hefur verið á fjölda veitingastaða keðjunnar á svæðinu og margir sniðganga þá.

Leyfishafar McDonald´s í Katar, Kúveit, Óman, Tyrklandi, Bahrain, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Sádí-Arabíu, Egyptalandi, Líbanon og Jórdanínu hafa heitið því að gefa rúmlega 3 milljónir dollara til mannúðarmála á Gaza að sögn Al Jazeera.

En þessi fjárframlög hafa ekki stöðvað hvatningar til fólks um að sniðganga McDonald´s í Arabaheiminum.

En svo vikið sé aftur að kenningu Friedman um að tvö ríki, þar sem eru McDonald´s veitingastaðir, hafi aldrei lent í stríði gegn hvort öðru þá er hún fallin um sjálfa sig því McDonald´s var til staðar í Rússlandi og Úkraínu þegar Rússar réðust inn í Úkraínu.

McDonald´s er þó ekki með veitingastaði á Gaza eða Vesturbakkanum en hins vegar er keðjan með veitingastaði í Líbanon en Ísraelsmönnum hefur einnig lent saman við liðsmenn Hezbolla sem halda til þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári