fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Segja að nú ætli Rússar að ná „lykilbæ“ á sitt vald

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. október 2023 04:34

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa breytt áætlunum sínum í austurhluta Úkraínu og leggja nú aðaláherslu á að ná bænum Avdiivka á sitt vald. Staðsetning bæjarins er mjög mikilvæg út frá hernaðarlegu sjónarmiði og yfirráð yfir honum geta skipt miklu þegar kemur að baráttunni um Donetsk.

Breska varnarmálaráðuneytið segir í stöðufærslu sinni um gang stríðsins í Úkraínu að Rússar hafi nú hafið samhæfða sókn á mörgum víglínum í austurhluta Úkraínu, gagngert til að ná Avdiivka á sitt vald. Þar er fjöldi úkraínskra hermanna til varna.

Ráðuneytið segir að Rússar hafi lengi beint sjónum sínum að Avdiivka því yfirráð yfir bænum séu nauðsynleg ef takast á að ná fullum yfirráðum yfir Donetsk.

Ráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar beiti nú mörgum brynvörðum hersveitum á svæðinu og reyni að umkringja bæinn. Að mati ráðuneytisins er þetta ein mikilvægasta aðgerð rússneska hersins síðan í janúar á þessu ári.

Miðað við upplýsingar Bretanna þá virðist Rússum ekki hafa orðið mikið ágengt við að reyna að ná bænum á sitt vald. Úkraínsku hersveitirnar eru sagðar hafa hrundið árásum þeirra til þessa og að Rússar hafi orðið fyrir miklu manntjóni og misst mikið af hergögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum