fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Hryðjuverkamaðurinn í Brussel hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu árum saman og notað ýmis nöfn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. október 2023 10:00

Maðurinn myrti tvo sænska knattspyrnuáhugamenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

45 ára maður frá Túnis myrti tvo Svía í Brussel á mánudagskvöldið. Hann var síðan skotinn til bana af belgísku lögreglunni. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að maðurinn virðist hafa ferðast vítt og breitt um Evrópu árum saman og hafi notað hin ýmsu nöfn á þessum tíma. Auk þess höfðu sjónir sænsku og belgísku lögreglunnar beinst að manninum.

Eins og áður sagði var maðurinn frá Túnis. Þar hafði hann hlotið dóma fyrir líkamsárás og ofbeldisverk.

Samkvæmt heimildum innan ítalska stjórnkerfisins flúði maðurinn frá Túnis til Ítalíu 2011 og eftir það notaðist hann við hin ýmsu nöfn á ferð sinni um fjölda Evrópuríkja.

Í Belgíu var hann grunaður um að stunda mansal og hafði komið við sögu hjá lögreglunni að sögn BBC. Lögreglan ætlaði að handataka hann og yfirheyra í september en tókst ekki að finna hann.

Lögreglan hafði ekki tengt hann við öfgahyggju áður en hann myrti Svíana á götu úti og særði þann þriðja.

Yfirvöld segja að svo virðist sem mennirnir hafi verið myrtir af þeirri ástæðu einni að þeir voru sænskir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Í gær

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp
Fréttir
Í gær

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
Fréttir
Í gær

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Í gær

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi