fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Ísraelsmenn segja þetta myndband sanna að sprengjan sem lenti á sjúkrahúsinu kom ekki frá þeim

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. október 2023 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelski herinn hefur hafnað því algjörlega að flugskeyti frá þeim hafi lent á sjúkrahúsi á Gasasvæðinu í gær með þeim afleiðingum að nokkur hundruð óbreyttra borgara létust.

Málið hefur vakið gríðarlega reiði á samfélagsmiðlum og hefur hún einkum beinst að Ísraelsmönnum sem þó hafna ábyrgð.

Eitthvað virðist klikka

Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir nauðsynlegt að rannsaka málið ofan í kjölinn og draga til ábyrgðar þá sem báru ábyrgð á árásinni án þess þó að nefna nokkur nöfn.

Ísraelska varnarmálaráðuneytið hefur nú birt myndband sem á að sýna að sprengjan sem lenti á Al Ahli-sjúkrahúsinu hafi komið frá Gasasvæðinu.

Á myndbandinu sést þegar eldflaug er skotið á loft, eitthvað virðist klikka í skotinu og virðist flaugin missa afl skömmu eftir að hún fer á loft. Ísraelski herinn fullyrðir að hún hafi svo lent á sjúkrahúsinu með fyrrgreindum afleiðingum.

450 eldflaugaskot misfarist

Ísraelski herinn segir að harmleikurinn sé afleiðing þess þegar eldflaugum er skotið á loft frá þéttbýlum svæðum eins og þarna er að finna. Kennir Ísraelsher íslamistasamtökunum PIJ um árásina en samtökin hafa á móti þvertekið fyrir það að flugskeytið hafi komið frá þeim.

Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu segja að tvö til þrjú hundruð manns hafi látist í sprengingunni en talið er að tala látinna eigi þó enn eftir að hækka.

Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska varnarmálaráðuneytisins, segir að Ísraelsher stundi það ekki að gera árásir á „viðkvæm mannvirki“ eins og sjúkrahús.

Daniel Hagari, hátt settur fulltrúi hjá hernum, ræddi málið einnig við CNN og sagði að Hamas-samtökin hefðu vitað strax að eldflaugin kom frá PIJ en ekki frá Ísrael. Benti hann á að undanfarna ellefu daga hafi minnst 450 eldflaugaskot frá Gasasvæðinu sem beint var að Ísrael misfarist og lent á Gasasvæðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“