fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Úkraínumenn hafa áhyggjur af vetrinum – Stefnir í grjótharða forgangsröðun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. október 2023 07:00

Frá vígvellinum í Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn færist óðfluga nær og margir Úkraínubúar hafa miklar áhyggjur af honum. Þeir muna vel að þeir voru meira og minna án rafmagns síðasta vetur og það sama átti við um hita og rennandi vatn. Allt vegna árása Rússa á innviði landsins. Reiknar fólk með að það sama verði upp á teningnum í vetur.

Ljósi punkturinn er að Rússar eiga ekki eins mikið af flugskeytum nú og síðasta vetur og því geta þeir kannski ekki gert eins margar markvissar og árangursríkar árásir á úkraínska innviði og síðasta vetur. Enduruppbyggingu innviðanna er ekki enn lokið og þeir hafa því ekki náð þeim styrk sem þeir höfðu fyrir síðasta vetur.

SÞ áætluðu í sumar að raforkuframleiðsla landsins sé um helmingur af því sem hún var fyrir innrásina. Landsmenn hafa því að vonum áhyggjur af komandi vetrarmánuðum án hita og rafmagns.

Fólk reynir að verða sér úti um eldivið. Eldsneyti er dýrt og margir hafa einfaldlega ekki ráð á því þar sem matur er auðvitað forgangsatriði þegar kemur að því að nota það litla fjármagn sem til er.

Margir íbúar á landsbyggðinni munu væntanlega leita til stóru borganna og bæjanna þar sem eru fleiri varaaflsstöðvar og betra aðgengi að neyðaraðstoð. En það eru ekki allir sem geta yfirgefið heimili sitt til að fara til stóru borganna og bæjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“