fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

„Skepnan“ er látin – Játaði morð á 190 börnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. október 2023 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kólumbíski raðmorðinginn Alfredo Garavito, sem fékk viðurnefnið „Skepnan“ á sínum tíma, lést í fangelsi í vikunni, 66 ára gamall.

Garavito játaði að hafa myrt að minnsta kosti 190 börn á aldrinum 8 til 16 ára á tíunda áratug síðustu aldar. Flest börnin bjuggu við sára fátækt en hann lokkaði þau til sín með ýmsum aðferðum þar sem hann braut gegn þeim kynferðislega og myrti þau síðan.

Garavito var handtekinn í apríl 1999 vegna tilraunar til nauðgunar. Málið vatt upp á sig og áður en yfir lauk hafði hann játað að hafa framið yfir 190 morð. Hann var sakfelldur fyrir 142 þeirra og dæmdur í 1.853 ára fangelsi. Fjögur morðanna framdi hann í Ekvador þar sem hann fékk 22 ára fangelsisdóm.

Þó að Garavito hafi fengið svona langan tíma getur enginn setið lengur í fangelsi en í 40 ár. Hann átti möguleika á reynslulausn á þessu ári en ekkert varð af því.

Garavito afplánaði dóm sinn í öryggisfangelsinu í Valledupar þar sem hann var hafður aðskilinn frá öðrum föngum. Töldu fangelsismálayfirvöld að aðrir fangar myndu reyna að ná til hans og koma honum fyrir kattarnef vegna þeirra hryllilegu glæpa sem hann framdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Í gær

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár