Árásin var framin í Gambetta-menntaskólanum í borginni Arras í norðurhluta Frakklands.
Að sögn frönsku lögreglunnar hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Þá greinir BFMTV frá því að bróðir árásarmannsins hafi einnig verið handtekinn.
Kennarinn sem var myrtur var frönskukennari og þá var íþróttakennari einnig stunginn.