fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars fær ekki að áfrýja fyrir Hæstarétti og þarf að greiða tugi milljóna í bætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. október 2023 14:00

Frá Lundi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. tapaði dómsmáli fyrir Lundi 2-6, húsfélagi. Málið varðaði ágreining um frágang á þakplötu yfir bílageymslu, sem jafnframt myndar bílastæði fyrir framan fjölbýlishúsin við Lund 2-6 í Kópavogi. Húsfélagið taldi að frágangur þakplötunnar hefði ekki verið í samræmi við hönnunargögn á byggingartíma fasteignarinnar. Töldu eigendurnir að frávik við frágang þakplötunnar hefðu leitt itl þess að hún sé ekki fyllilega vatnsheld og þeir hafi þar með orðið fyrir tjóni vegna ófullnægjandi frágangs á yfirborði plötunnar.

Húsfélagið vann málið fyrir héraðsdómi sem dæmdi byggingarfélagið til að greiða tæplega 36 milljónir króna í skaðabætur. Gylfi og Gunnar áfrýjuðu til Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms.

Byggingarfélagið sótti þá um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og telur að málið hafi fordæmisgildi um hvenær byggja skuli á bótareglum innan eða utan samninga. Dómur Landsréttar byggi ranglega á réttarreglum skaðabótaréttar utan samninga.

Hæstiréttur féllst ekki á þetta og segir í niðurstöðu:

„Að virtum gögnum málsins er ekki unnt að líta svo á að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Beiðninni er því hafnað.“

Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis