fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Þrjár ástæður fyrir að drengir niður í 11 ára aldur vilja vera með í sænskum glæpagengjum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. október 2023 04:04

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blóðug átök glæpagengja hafa staðið yfir í Svíþjóð um langa hríð en að undanförnu hefur blóðbaðið færst heldur betur í aukana og má nefna að í september féllu 12 manns í þessum átökum, þar á meðal tveir borgarar sem höfðu engin tengsl við glæpagengi.

Ástandið er svo slæmt að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fá herinn til að aðstoða lögregluna og heimildir hennar til símhlerana hafa verið stórauknar.

Glæpagengin laða unga pilta til sín og eru dæmi um að piltar allt niður í 13 ára hafi fallið í átökunum. Einnig eru dæmi um að barnungir piltar hafi framið morð á vegum glæpagengja.

En hvað fær barnunga pilta, allt niður í 11 ára, til að ganga til liðs við glæpagengi?

Þessar spurningu var nýlega varpað fram á vef Danska ríkisútvarpsins. Fram kemur að stundum sæki piltarnir sjálfir í að verða meðlimir í glæpagengjunum en stundum lokki gengin þá til liðs við sig.

Það er gott fyrir gengin að fá börnin til liðs við sig því þau fá vægari refsingu fyrir afbrot sín vegna aldurs.

Carsten Norton, blaðamaður hjá Frihetsbrevet, hefur skrifað bækur um glæpagengin og starfsemi þeirra og var hann til svara hjá Danska ríkisútvarpinu um málið. Hann sagði að þrjár ástæður séu aðallega fyrir því að ungir piltar gangi til liðs við glæpagengin.

Þeim leiðist

Norton sagði að þegar hann ræði við fólk, sem tilheyrir glæpagengjum og fagfólk, þá segi það oft að börnin gangi til liðs við þau því þeim leiðist. Þetta hljómi ótrúlega en staðan sé þannig að í mörgum þeirra hverfa, þar sem glæpagengin starfa og gangi vel að fá unga pilta til liðs við sig, séu margir piltanna einir á báti. Þeim leiðist og sjá eitthvað spennandi og aðlaðandi hjá glæpagengjunum.

Samheldni

Annað sem laðar piltana að gengjunum er samheldnin. Norton sagði að það geti laðað suma pilta að þeim því þeir séu í raun og látnir sjá alfarið um sig sjálfir og þeim finnist þeir standa betur að vígi innan glæpagengis en utan þess. Þeir heillist því af loforðum um bræðralag.

Umbun

Hann sagði að þriðja ástæðan geti verið að piltarnir vilji fá eitthvað af því sem þeir sjá að eldri félagar í glæpagengjunum hafi. Ein af þeim aðferðum sem glæpagengin noti sé að biðja piltana um að geyma tösku, með einhverju ólöglegu í, um hríð. Síðan fá þeir umbun fyrir vikið, kannski iPhone eða merkjavöru.

Í töskunni geti verið fíkniefni, peningar eða skotvopn. Næsta skref inn í glæpagengið geti verið að pilturinn sé fenginn til að standa á verði og síðan fremja eitthvað afbrot eða ofbeldisverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast