Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði rétt fyrir hálf þrjú í nótt en eldurinn kviknaði í rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni.
Íbúðin var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn og var þremur einstaklingum bjargað af svölum íbúðarinnar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er íbúðin gjörónýt eftir eldsvoðann.
Í færslu á Facebook brýnir slökkviliðið fyrir fólki að nota rétt hleðslutæki fyrir hlaupahjólin og hlaða þau ekki nema einhver sé vakandi yfir hjólunum og helst ekki í íbúðarrýmum.