Hann sagði að gott gengi Úkraínumanna við að ráðast á lykilstöðvar rússneska hersins sé sambland ákveðinna þátta, þar á meðal þess að þeir ráða yfir fjölbreyttum vopnum miðað við það sem þeir höfðu í upphafi stríðsins.
Hann sagði Úkraínumenn hafi náð góðum árangri gegn rússneska innrásarliðinu og hafi náð að hrekja það frá helmingi þess landsvæðis sem það hafði eitt sinn á valdi sínu. Þetta sé athyglisvert í ljósi þess hversu mikill stærðarmunur eru á þjóðunum.
Hann bendir á að vestræn hátæknivopn hafi gert Úkraínumönnum kleift að berjast gegn tuttugustu aldar stríðstækni Rússar með vopnum frá 21. öldinni. Þetta hafi veitt Úkraínumönnum ákveðið forskot.
Augljóst sé að Rússar hafi ekki reiknað með að stríðið myndi standa yfir nema í nokkra daga, að Úkraínumenn myndu gefast fljótt upp.
Rússar hafi vitað að lítill floti Úkraínumanna hefði ekki roð í Svartahafsflota Rússa og að rússneski flugherinn myndi hafa yfirburði í lofti. Einnig hafi Rússar verið með töluverða yfirburði á landi og af þeim sökum hafi Pútín alltaf kallað stríðið „sérstaka hernaðaraðgerð“. En eftir því sem stríðið hafi þróast hafi trú Vesturlanda á getu Úkraínumanna á hernaðarsviðinu aukist og það sama eigi við um þau vopn sem Úkraínumönnum standi til boða frá Vesturlöndum. Þetta hafi gert Úkraínumönnum kleift að gera fjölda markvissra árása á lykilstöðvar rússneska hersins.
Ekki hafa allar þessar árásir heppnast og flestar gera lítið annað en að „pirra“ Rússa frekar en að hafa mikla þýðingu hernaðarlega. Bell segir að samt sem áður sýni sérhver árás Rússum að þeir séu að glíma við harðskeyttan andstæðing. Þeim mun lengur sem stríðið stendur yfir, þeim mun meira veikist grunnstoðir rússneska hersins.
Með árásum sínum á lykilstöðvar rússneska hersins þvingi Úkraínumenn Rússa til að endurforgangsraða hvernig þeir skipuleggja her sinn. Nú verði Rússar að nota takmarkaða loftvarnargetu sína, hermenn og annað til varna í stað sóknar.