fbpx
Föstudagur 27.janúar 2023
Fréttir

Farþegi í leigubíl yfirbugaði leigubílstjóra og ók leigubílnum burtu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 07:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílstjóri í Kópavogi óskaði aðstoðar lögreglu í nótt. Farþegi hafðí ráðist á hann og komið honum út úr leigubílnum. Farþeginn ók síðan burtu á leigubílnum. Lögregla náði að stöðva bílinn stuttu síðar og farþeginn var handtekinn, grunaður um rán, akstur undir áhrifum áfengis auk fleiri brota.  Var hann vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Leigubílstjórinn leitaði til bráðamóttöku til skoðunar en ekki er vitað um meiðsli hans.

Frá þessu segir í dagbók lögreglu. Þar greinir einnig frá umferðaróhappi er bíll valt á Reykjanesbraut. Urðu minniháttar meiðsli og einnig nokkrar skemmdir á bílnum.

Tilkynnt var um skrifborðsstól við Miklubraut við Réttarholtsveg. Einhver var búinn að fjarlægja stólinn er lögregla kom að.

Höfð voru afskipti af erlendum manni í hverfi 105 en hann er grunaður um vörslu fíkniefna. Við nánari skoðun vaknaði grunur um að einstaklingurinn væri í ólöglegri dvöl í landinu.  Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um slagsmál á skemmtistað í Hafnarfirði. Voru tveir handteknir, grunaðir um líkamsárás og voru þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Í gær

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Í gær

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Í gær

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Í gær

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu
Fréttir
Í gær

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“