fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tuttugu manns festust í bilaðri skíðalyftu í Hlíðarfjalli

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. janúar 2023 15:15

Hlíðarfjall. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan að ganga tvö í dag stöðvaðist skíðalyfta í Hlíðarfjalli við Akureyri og festust 20 manns í lyftunni. Björgunarsveit, sjúkralið og lögregla komu á vettvang og hjálpuðu fólki úr lyftunni. Engan sakaði.

Tilkynning Lögreglunnar á Norðurlandi eystra um málið er eftirfarandi:

„Kl. 13:38 barst tilkynning um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hafi stöðvast og að um 20 manns væri í lyftunni. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Súlur við að koma fólkinu úr lyftunni.

Aðgerðarstjórn var virkjuð. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveit var boðuð á vettvang og strax hafist handa við að koma fólkinu úr lyftunni. Fljótlega kom í ljós að bilunin í lyftunni stafaði af því að vír hafði losnað úr spori sínu og lyftan stöðvast við það. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast og ekki talin hætta á að það muni gerast. Þegar þetta er skráð er búið að ná nokkrum niður úr lyftunni og vinna í gangi við að ná þeim sem eftir eru. Þeir fá svo skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin