fbpx
Föstudagur 27.janúar 2023
Fréttir

Flugdólgur um borð í vél til Keflavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 16:23

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flug Wizz Air frá Budapest til Keflavíkur í gær tafðist um tæpar tvær klukkustundir vegna framkomu farþega um borð sem þurfti að yfirbuga. DV ræddi við konu sem var að bíða eftir flugi með sömu vél frá Keflavík til Budapest og fékk konan þessar upplýsingar hjá starfsmanni á innritunarborði.

Starfsmaðurinn tjáði konunni að vélin hefði þurft að millilenda í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna framkomu eins farþega. Af þessum sökum tafðist flugið frá Keflavíkur til Budapest.

DV hafði samband við Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa hjá Isavia. Guðjón hafði ekki upplýsingar um málið og sagði auk þess að Isavia myndi ekki tjá sig um slík mál er varða erlend flugfélög. Hann gat hins vegar staðfest að vél Wizz Air frá Budapest í gær hefði átt að lenda kl. 16:20 en hefði lent kl. 18:11 og því hefði orðið óskýrð töf upp á tæpar tvær klukkustundir.

Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur
Fréttir
Í gær

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum
Fréttir
Í gær

Fréttavaktin: Börn á biðlista og Bókmenntaverðlaunin

Fréttavaktin: Börn á biðlista og Bókmenntaverðlaunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra kókaínmálið: Páli timbursala fannst þetta spennandi og hann gat ekki sagt nei

Stóra kókaínmálið: Páli timbursala fannst þetta spennandi og hann gat ekki sagt nei
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnakkrífast út af músagangi í lúxustjaldgistingu við Þrastarlund – Hyggst kæra Sverri Einar og Vilte

Hnakkrífast út af músagangi í lúxustjaldgistingu við Þrastarlund – Hyggst kæra Sverri Einar og Vilte
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð fyrir utan Hagkaup í Skeifunni – Vignir og Kristófer frelsissviptu og rændu par

Martröð fyrir utan Hagkaup í Skeifunni – Vignir og Kristófer frelsissviptu og rændu par