fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Meintur Tinder-nauðgari reyndi að flýja land – „I think I killed her“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður sem grunaður er um óhugnanlegt kynferðisbrot gegn konu í bíl aðfaranótt 2. janúar síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í farbann til 31. janúar. Landsréttur staðfesti þann 10. janúar úrskurð Héraðsdóms um þetta.

Fólkið kynntist nokkrum dögum fyrir hinn meinta glæp á stefnumótaforritinu Tinder. Hinn kærði kom til landsins 31. desember og konan sótti hann á flugvöllinn. Í kjölfarið stunduðu þau kynlíf með samþykki beggja á heimili hennar. Nokkru eftir það, þ.e. að kvöldi nýársdags, fór af stað afar óhugnanleg atburðarás, er frásögn reynist rétt, sem rakin er með þessum orðum í úrskurði héraðsdóms:

„Að kvöldi nýársdags hafi kærði viljað að þau færu og keyptu kannabisefni og hafi spurt hana hvort hún gæti ekki reddað því. Hún hafi gert það en ekki viljað reykja það í íbúðinni þar sem börn hennar voru heima. Ákváðu þau að fara út að ganga og reykja á meðan. Kalt var í veðri og ákváðu þau að fara í bíl hennar og keyra að […] að […]. Ók brotaþoli bifreiðinni og lagði henni til hliðar svo ekki sæist til hennar. Brotaþoli sagðist strax hafa fundið fyrir miklum áhrifum af kannabisefninu og farið að sjá liti. Kærði hafi viljað að hún hefði við sig munnmök sem hún hafi neitað. Kærði hafi þá dregið niður um sig buxurnar og þvingað höfuð hennar að getnaðarlim sínum. Limurinn fór mjög djúpt í hana með þeim afleiðingum að hún kastaði upp yfir kærða. Því næst dró kærði niður um hana buxurnar og hafði við hana samfarir aftan frá í gegnum leggöng án samþykkis.“

Samkvæmt vitnisburði konunnar taldi maðurinn sig hafa orðið henni að bana, eða eins og segir í úrskurði:

„Brotaþoli sagði að á meðan þessu stóð hafi hún reglulega kastað upp. Á peysu brotaþola var ælublettur sem og nærföt hennar voru rifin. Brotaþoli sagðist hafa verið í mjög skrítnu ástandi eftir þetta og hafi sagt við kærða að fara með sig heim. Kærði hafi þá öskrað á sig og hringt í vin sinn B og beðið hann um að sækja sig. Brotaþoli kvað kærða hafa sagt í símann við B „I think I killed her“. Brotaþoli kvaðst hafa verið í bifreiðinni skamma stund eftir að kærði fór en ákveðið þrátt fyrir ástand sitt að keyra heim. Við heimkomu sá brotaþoli að kærði var búin að taka allt dót sitt og „blokka“ hana á öllum samskiptamiðlum.“

Skýrsla var tekin af konunni á Neyðarmóttöku. Í kjölfarið reyndi lögregla að hafa upp á manninum en hann reyndi að komast úr landi og hafði keypt sér flug. Vitni í málinu hafði samband við hann símleiðis er hann var á leiðinni á flugvöllinn og greindi honum frá því að hann kæmist ekki úr landi þar sem hann væri eftirlýstur. Í kjölfarið gaf maðurinn sig fram við lögreglu.

Tekin hefur verið skýrsla af manninum og neitar hann sök. Segir hann konuna hafa átt frumkvæðið að kynferðislegum samskiptum þeirra þetta kvöld.

Rannsókn lögreglu er sagt miða vel „en beðið er greiningar á fjarskiptagögnum, lokaniðurstöðu á réttarlæknisfræðilegum gögnum, auk þess sem vinna þarf úr framburðum vitna og kærða. Þá þykir nauðsynlegt að bera framburði vitna og brotaþola undir kærða og bera framburð kærða undir brotaþola eftir atvikum,“ segir í úrskurðinum.

Er sagt að farbann sé nauðsynlegt til að vernda rannsóknarhagsmuni. Undir þetta hafa nú bæði héraðsdómur og Landsréttur tekið.

Úrskurðinn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar