fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. september 2023 04:04

Rawa Majid lengst til vinstri. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ástandið í Svíþjóð sé mjög slæmt þessa dagana hvað varðar átök glæpagengja. Nánast daglega berast fregnir af morðum og sprengjutilræðum. Börn allt niður í 13 ára hafa verið myrt og nú eru glæpagengin farin að drepa ættingja meðlima annarra glæpagengja. Í miðju þessara atburða er maður einn sem er sagður vera aðalpersónan.

Jale Poljarevius, yfirlögregluþjónn í Uppsala, sagði nýlega í umræðuþætti í Sænska ríkissjónvarpinu SVT að ástandið í Svíþjóð sé svo alvarlegt að það hafi ekki verið hættulegra að vera þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Í Stokkhólmi og Uppsala hafa á annan tug verið myrtir síðan þann 7. september. Meðal fórnarlambanna eru 13 ára piltur og 17 ára piltur. Í Uppsala eru tveir unglingspiltar grunaðir um að hafa myrt sextuga konu. Öll þessi morð eru talin tengjast átökum glæpagengja.

Mörg morðanna eru talin tengjast glæpasamtökum sem nefnist „Foxtrottnettverket“. Leiðtogi þess er Rawa Majid, sem er oft kallaður „Kúrdíski refurinn“ af bæði vinum og óvinum.

„Stærsta fíkniefnastríð sögunnar í Svíþjóð geisar nú. Rawa Majid stendur í þremur stríðum: Hann tekst á við annað glæpagengi, Dalennettverket, það eru einnig átök innan Foxtrottnettverket og um leið blanda minni glæpahópar, sem hann á í persónulegum útistöðum við, sér í átökin,“ sagði Joakim Palmkvist, blaðamaður og rithöfundur, í samtali við TV2. Hann hefur fylgst vel með sænska glæpaheiminum í rúmlega 20 ár.

„Staðan í Svíþjóð, sérstaklega í Stokkhólmi og Uppsala, er mun hættulegri fyrir almenna borgara en hún hefur verið lengi,“ sagði hann.

Hann sagði að staðan sé á allan hátt flókin en í grunninn snýst þetta allt um fíkniefnaviðskiptin í landinu, sérstaklega með kókaín.

Hann sagði að stríð glæpagengjanna gegn hvert öðru hafi nú breyst og tekið óhugnanlega stefnu. Nú eru það ekki lengur bara meðlimir glæpagengja sem skjóta meðlima annarra glæpagengja. „Þeir drepa ekki bara hvern annan. Þeir drepa ættingja hvers annars. Þetta hefur sést áður í glæpaheiminum en ekki í svo miklum mæli eins og við sjáum í þessum átökum,“ sagði Palmkvist.

Majid er eftirlýstur af sænsku lögreglunni og var úrskurðaður í gæsluvarðhald, að honum fjarstöddu, vegna smygls á 800 kílóum af kókaíni. Talið er að hann haldi sig í Tyrklandi. Alþjóðalögreglan Interpol vill einnig hafa hendur í hári hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat