fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. september 2023 04:06

Vladimír Pútín. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir rússneskir stjórnmálamenn en enginn eins og Anatoly Chubais. Hann hefur tekið ákvörðun sem hlýtur að valda Vladímír Pútín áhyggjum.

Chubais yfirgaf Rússland í mars á síðasta ári, skömmu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann gerði þetta hljóðlega og sendi engar stórar yfirlýsingar frá sér en samt sem áður var enginn í vafa um boðskap hans þegar hann sneri baki við Rússlandi, landinu sem hafði snúið baki við hugmyndafræði hans. Talið er að hann haldi sig í Ísrael.

Jótlandspósturinn segir að Chubais sé umdeildur meðal Rússa. Á tíunda áratugnum stóð hann fyrir einkavæðingaráætlun landsins, sem á nokkrum árum og oft á dramatískan hátt, breytti sovéska efnahagskerfinu í markaðshagkerfi. En enginn getur efast um áhrifamátt hans.

Hann var lengi vel áhrifamesti maðurinn innan stjórnkerfisins í Moskvu. Hann flutti sig síðan yfir í atvinnulífið, fyrst sem forstjóri rússneska ríkisraforkufyrirtækisins og frá 2008 til 2020 sem forstjóri Rosnano, sem er tæknifyrirtæki sem átti að vera í fararbroddi fyrir rússnesku útgáfuna af Silicon Valley.

Chubais og Pútín eru báðir frá St Pétursborg en það var allt stór gjá á milli hins íhaldssama leyniþjónustumanns og hagfræðingsins, sem er hallur undir Vesturlönd, þrátt fyrir að Chubais hafi aldrei verið virkur í stjórnarandstöðu og hafi ekki skellt dyrum á eftir sér þegar hann yfirgaf Rússland.

Pútín tjáði sig ekki um för Chubais úr landi, þrátt fyrir að hann sé mikilvægasti Rússinn sem hefur flúið land eftir að stríðið hófst, fyrr en nýlega þegar hann veittist skyndilega harkalega að honum í langri ræðu sem hann hélt.

„Af hverju stakk hann af? Kannski er það vegna þess að nokkrar flóknar spurningar voru uppi um uppbyggingu Rosnano, sem hann stýrði í mörg ár. Það er stórt gat þar, gríðarlega stórt fjármálagat,“ sagði Pútín og vísaði til ásakana um að svikastarfsemi hefði átt sér stað innan fyrirtækisins.

Annar þekktur aðili úr rússnesku viðskiptalífi rataði einnig inn í ræðu Pútíns en hana flutti hann á ráðstefnu um efnahagsmál í Vladivostok. Þetta er Arkady Volozh, stofnandi og fyrrum forstjóri Yandex (sem er hið rússneska Google). Hann hefur gagnrýnt innrásina í Úkraínu og sagt hana vera „villimannslega“. Hann býr nú í Ísrael en hann er gyðingur eins og Chubais.

Árás Pútíns á tvímenningana virðist endurspegla ótta meðal íhaldssamra Kremlverja við andstöðu við innrásina í Úkraínu en hún er útbreidd meðal fólks í viðskiptalífinu sem og menntafólks.

Chubais er fyrirmynd heillar kynslóðar svokallaðra „kerfisfrjálslyndra“ en meðal þeirra er fólk í háum stöðum og áhrifafólk innan stjórnsýslunnar í Moskvu. Þessi hópur, eins og margir í viðskiptalífinu, er fullur efasemda um vaxandi yfirtökur ríkisins á efnahagslífinu og vextinum í hergagnaiðnaðinum. Þykir þetta minni óþægilega á Sovéttímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“