fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Afríkuríki greiddu tvöfalt hærra verð fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni en Evrópuríki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. september 2023 08:00

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 0,1% af heildarframleiðslu bóluefna á heimsvísu fer fram í Afríku og af þeim sökum er álfan mjög viðkvæm fyrir heimsfaröldrum þegar eftirspurn eftir bóluefnum er í hámarki og rík vestræn ríki hamstra þau. Þetta var reynsla í heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Samningar einstakra ríkja við alþjóðlegu lyfjafyrirtækin eru flokkaðir sem trúnaðarmál en suðurafrísku samtökin Health Justice Initiative (HJI) hafa eftir langar lagalegar deildur fengið aðgang að samningum suðurafrískra stjórnvalda við lyfjafyrirtækin Johnson & Johnson, Pfizer, GAVI (alþjóðlegt bóluefnabandalag) og indverska fyrirtækið sem framleiddi bóluefnið frá Oxford/AstraZeneca.

Samningarnir sýna að Suður-Afríka varð að greiða mun hærra verð fyrir bóluefnin en vestræn ríki. Auk þess voru afhendingarskilmálarnir framleiðendunum í hag. Segir HJI að örvæntingarfullir Suður-Afríkubúar hafi verið neyddir til að fallast á ömurlega samninga.

Til dæmis þurfti Suður-Afríka að greiða 5,35 dollara fyrir einn skammt af Oxford/AstraZeneca bóluefninu framleiddu á Indlandi en ESB greiddi 2,17 dollara fyrir skammtinn.

Suður-Afríka greiddi 10 dollara fyrir hvern skammt af Johnson & Johnson en ESB greiddi 8,5 dollara. Framleiðslukostnaðurinn var að sögn 7,5 dollari.

Pfizer veitti Suður-Afríku afslátt af bóluefni sínu miðað við verðið til ESB en á móti vildi fyrirtækið ekki ábyrgjast afhendingu bóluefnisins. Ef fyrirtækið gat ekki staðið við afhendinguna átti Suður-Afríku að fá helminginn af peningunum sínum endurgreidda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“