Samningar einstakra ríkja við alþjóðlegu lyfjafyrirtækin eru flokkaðir sem trúnaðarmál en suðurafrísku samtökin Health Justice Initiative (HJI) hafa eftir langar lagalegar deildur fengið aðgang að samningum suðurafrískra stjórnvalda við lyfjafyrirtækin Johnson & Johnson, Pfizer, GAVI (alþjóðlegt bóluefnabandalag) og indverska fyrirtækið sem framleiddi bóluefnið frá Oxford/AstraZeneca.
Samningarnir sýna að Suður-Afríka varð að greiða mun hærra verð fyrir bóluefnin en vestræn ríki. Auk þess voru afhendingarskilmálarnir framleiðendunum í hag. Segir HJI að örvæntingarfullir Suður-Afríkubúar hafi verið neyddir til að fallast á ömurlega samninga.
Til dæmis þurfti Suður-Afríka að greiða 5,35 dollara fyrir einn skammt af Oxford/AstraZeneca bóluefninu framleiddu á Indlandi en ESB greiddi 2,17 dollara fyrir skammtinn.
Suður-Afríka greiddi 10 dollara fyrir hvern skammt af Johnson & Johnson en ESB greiddi 8,5 dollara. Framleiðslukostnaðurinn var að sögn 7,5 dollari.
Pfizer veitti Suður-Afríku afslátt af bóluefni sínu miðað við verðið til ESB en á móti vildi fyrirtækið ekki ábyrgjast afhendingu bóluefnisins. Ef fyrirtækið gat ekki staðið við afhendinguna átti Suður-Afríku að fá helminginn af peningunum sínum endurgreidda.