fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Vodafone opnar háhraðaherbergi í Arena

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2023 09:13

Daníel Rúnarsson og Lilja Kristín Birgisdóttir Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vodafone hefur opnað fyrsta háhraða herbergið á Íslandi í Arena Gaming á Smáratorgi í Kópavogi. Herbergið býður rafíþrótta leikmönnum upp á bestu mögulegu upplifun við tölvuleikja spilun. Í herberginu eru 10 tölvur frá Alienware sem eru með öflugustu leikjatölvum í heimi ásamt skjáum sem hafa bestu mögulegu endurnýjunartíðni, eins og segir í tilkynningu. Upplifun og nethraði skiptir okkur lykilmáli hjá Vodafone. Við höfum verið í farsælu samstarfi við Arena og vildum efla það ennþá frekar. Háhraðaherbergið stuðlar að bættri upplifun fyrir leikmenn og fjölskyldur sem heimsækja Arena,segir Lilja Kristín Birgisdóttir, markaðsstjóri Vodafone.

Mynd: Aðsend

 Netsambandið sem Vodafone útvegar okkur er með beinni tengingu beint inn í hjarta tengimiðstöðvar Vodafone. Það er að okkar mati það hraðvirkasta sem er í boði á Íslandi. Því á nafnið háhraðaherbergi vel við. En hraði er einskis nýtur ef hann er ekki stöðugur og frá opnun staðarins, höfum við ekki misst netsamband í svo mikið sem eina sekúndu,“  segir Daníel Rúnarsson, framkvæmdastjóri Arena Gaming. Það er mikið á döfinni hjá Arena en í október er afmælismánuður þar sem nýir leikir verða kynntir og fjölbreyttir viðburðir haldnir. Alla miðvikudaga í vetur verður 2 fyrir 1 af leikjatíma fyrir viðskiptavini Vodafone.

Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Banaslys í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Ég dó næstum því 500 sinnum“

„Ég dó næstum því 500 sinnum“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tók upp klósettferðir kvenna í afmælisveislu á heimili sínu en kenndi Parkinsons-sjúkdóminum um

Tók upp klósettferðir kvenna í afmælisveislu á heimili sínu en kenndi Parkinsons-sjúkdóminum um
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið