fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Með harðar ásakanir á hendur Kynnisferðum – „Ertu að reyna að kúga mig til að selja firmanafnið?”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 14:55

Jón Ármann Steinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ármann Steinsson heldur því fram að Kynnisferðir hafi reynt að kúga sig til að selja sér nafnið á fyrirtæki sínu, ICELANDIA, og hafi hótað sér málsókn ella. Núna gangi sameinað fyrirtæki Kynnisferða og Eldeyjar undir nafninu ICELANDIA, án heimildar.

Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is. Jón greinir frá símtali sínu og forstjóra Kynnisferða fyrir skömmu:

„Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?”

„Nei, það er ekki til sölu.”

„Láttiggi sona, þú ert bara með ómerkilegan vatnsútflutning með ársreikning upp á eitt A4 blað og getur alveg notað annað nafn en ICELANDIA. Við veltum milljörðum! ICELANDIA er alltof stórt nafn fyrir smáfyrirtæki eins og ykkur.”

Ég sagði eins og var að ég væri tregur til að selja firmanafnið.”

„Ókei”, dæsti forstjórinn. „Þá kærum við vörumerkið þitt ICELANDIA til niðurfellingar. Hvað gerir þú ef þú átt ekkert vörumerki til að selja vatn – en það má alltaf draga kæruna til baka ef þið seljið okkur firmanafnið.”

Ég var gáttaður: „Ertu að reyna að kúga mig til að selja firmanafnið?”

„Nei, nei, þetta er bara bissness,” sagði forstjórinn. „Ýtrustu kröfur auðvitað af því við viljum eiga allt sem heitir ICELANDIA á Íslandi. Eigðu góðan dag.”“

Jón segist skömmu síðar hafa lesið um samrunann og notkunina á nafninu ICELANDIA í fjölmiðlum. Tilraunir hans til að fá þann gjörning ógildan hafa ekki borið árangur. Segist hann hafa orðið fyrir þöggun. Jón skrifar:

„Kynnisferðamenn óðu af stað í „rebranding” árið 2022 án þess að eiga firmaheitið en gátu ekki bakkað nema líta út eins og amatörar í fyrirtækjarekstri. Hvorki starfsmenn né kúnnar fengu að vita sannleikann. Meira að segja einn stjórnenda Kynnisferða, Arnar Már, vissi ekki að fyrirtækið sem hann rebrandaði varð aldrei að ICELANDIA. Þess vegna setti hann nafnið í ferilskránna sína.

Ef ég væri hluthafi í Kynnisferðum hf þá hefði ég fjárhagslega hagsmuni af því að laga þetta klúður og þannig endurheimta traust starfsmanna, viðskiptavina og almennings. Sama gildir um traust erlendra ferðamanna sem halda að ICELANDIA sé firmaheiti Kynnisferða. Ekki má gleyma Íslandsstofu sem kynnti ICELANDIA ötullega innan EU og BNA sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands! Þar á bæ var engin áreiðanleikakönnun gerð frekar en í ráðuneytinu. Allir treystu fjölmiðlunum sem treystu stjórnarráðinu sem treysti ráðuneytinu sem treysti hæfisnefndinni sem yfirsást blekkingin. Svona gerist bara þegar landslög eru úr takt við veruleikann.“

Jón segir að hér hafi átt sér stað auðkennisþjófnaður sem væri refsiverður í siðmenntuðum löndum en sé litið á sem einkaréttarmál hér á landi. „Er ekki komið tilefni hér til að setja lög og reglur til að koma í veg fyrir að svona kennslamisferli endurtaki sig?“ spyr Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Fréttir
Í gær

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út