„Rússar hafa komið rúmlega 420.000 hermönnum fyrir á þeim úkraínsku landsvæðum sem eru tímabundið hernumin,“ sagði Skibitsky. Hann sagði jafnframt að þessi tala nái ekki yfir rússneska þjóðvarðliða og aðrar sérsveitir.
Hann sagði einnig að Rússar hafi í einn mánuð gert árásir frá Krím en þeir hafa haft skagann á sínu valdi síðan 2014. Hann sagði að drónar hafi verið sendir frá Krím til árása á hafnirnar í Izmajil og Reni en kornútflutningur Úkraínumanna hefur farið um þær eftir að Rússar vildu ekki framlengja samninginn um kornútflutning Úkraínumanna.