fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Úkraínumenn náðu olíuborpöllum á sitt vald í einstakri aðgerð – Myndband

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. september 2023 04:04

Einn af borpöllunum. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í „einstakri hernaðaraðgerð“ tókst úkraínskum hersveitum að ná nokkrum olíu- og gasborpöllum nærri Krím úr klóm Rússa. Rússar höfðu haft borpallana á sínu valdi síðan 2015, skömmu eftir að þeir hertóku Krím og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið.

Úkraínska leyniþjónustan skýrði frá því á Telegram í gær að tekist hefði að ná borpöllunum úr klóm Rússa.

Borpallarnir, sem eru kallaðir Boyko-turnarnir, hafa verið notaðir af Rússum sem þyrlupallar og til að hafa ratsjárkerfi á og langdræg flugskeyti. Turnarnir eru í Svartahafi, við norðvesturströnd Krím.

Einn af pöllunum. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

 

 

 

 

 

Leyniþjónustan segir að hernaðaraðgerðin hafi verið í mörgum þáttum og hafi boðið upp á harða bardaga á milli úkraínskra sérsveitarmanna á hafi út og rússneskra S-30 orustuþotna. Segir leyniþjónustan að rússnesku flugvélarnar hafi skemmst og hafi neyðst til að hörfa.

„Sérsveitunum tókst að leggja hald á verðmæta muni: lager af skotfærum fyrir þyrlur, Neva-ratsjána, sem getur fylgst með skipum í Svartahafi,“ segir úkraínska leyniþjónustan í færslu sinni.

Úkraínskir hermenn með úkraínska fánann á einum borpallanna. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

 

 

 

 

 

Ekki fer neinum sögum af mannfalli en einn hermaður féll útbyrðis og var einn á opnu hafi í 14 klukkustundir segir leyniþjónustan.

Það hefur heldur ekki verið staðfest að Úkraínumenn séu nú með yfirráð yfir borpöllunum. Rússar hafa ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir bongó um helgina

Útlit fyrir bongó um helgina
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Í gær

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti