En á föstudaginn lét hann ummæli falla sem vekja væntanlega áhyggjur hjá þeim sem styðja Úkraínu. „Stríðið er farið að ganga hægar. Það viðurkennum við,“ sagði Zelenskyy á öryggisráðstefnu í Kyiv.
Ummælin féllu í pallborðsumræðum um framtíð Úkraínu. Framtíð sem er óöruggari en áður vegna þess að gagnsóknin hefur ekki skilað þeim árangri sem marga á Vesturlöndum og í Úkraínu dreymdi um. Að minnsta kosti ekki til þessa.
Frá því að gagnsóknin hófst í júní hefur Úkraínumönnum tekist að endurheimta 108 ferkílómetra lands úr klóm Rússa.
Eftir því sem Zelenskyy sagði þá verður sífellt erfiðara fyrir Úkraínu að ná þeim árangri sem vænst er og eru ástæðurnar fyrir því margar að hans sögn. Hann sagði að allir ferlar hafi hægt á sér og séu að verða erfiðari, þetta eigi við um allt frá refsiaðgerðum til vopnasendingar.
Hann hefur því áhyggjur af að stríðið verði langvarandi en það mun hafa mikið mannfall í för með sér. Af þeim sökum nýtti hann tækifærið á föstudaginn til að biðla til Vesturlanda um að senda fleiri vopn.