Á föstudaginn sagði Kyrylo Budanov, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að árásin hafi verið gerð frá Rússlandi. Drónarnir hafi verið sendir á loft frá Rússlandi en ekki Úkraínu.
Hann sagði að flugvélarnar hafi verið notaðar til að flytja rússneska hermenn og hergögn.
Rússnesk yfirvöld sögðu í síðustu viku að sérfræðingar væru að rannsaka hvaða leið drónarnir hafi flogið til að geta komið í veg fyrir að árás af þessu tagi endurtaki sig.