fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Helgi Rúnar fallinn frá aðeins 47 ára að aldri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. ágúst 2023 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Rúnar Bragason, körfuboltaþjálfari og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar er fallinn frá, aðeins 47 ára að aldri. Frá þessu er greint á vef ÍBA en þar kemur fram að Helgi Rúnar hafi háð harða baráttu við illvígt krabbamein sem hafði hann undir að lokum.

Í umfjöllun norðlenska miðilsins Kaffið.is er fjallað um feril Helga Rúnars en hann var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra ÍBA í mars 2018 og gegndi hann stöðunni allt til síðasta dags en hann var í veikindaleyfi síðustu misseri eftir að hafa greinst með sjúkdóminn sumarið 2021.

„Helgi Rúnar var framúrskarandi starfsmaður, skarpur, fylginn sér, sýndi starfinu mikinn áhuga og metnað og dugnaður Helga Rúnars duldist engum sem með honum starfaði. Það sýnir sig meðal annars í því að Helgi Rúnar mætti reglulega á stjórnarfundi í veikindum sínum, þrátt fyrir að þurfa að hafa mikið fyrir því. Fyrst og fremst var Helgi Rúnar þó frábær manneskja og hans verður sárt saknað en minning hans mun ávallt lifa innan íþróttalífsins á Akureyri og víðar. Stjórn og framkvæmdastjóri ÍBA færa eiginkonu og dóttur Helga Rúnars, þeim Hildi Ýr og Karen Lind, ásamt öðrum ættingjum og vinum sínar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir í tilkynningu ÍBA.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“