fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sólveig Anna bregst við miklum hagnaði Íslandshótela – „Þetta er fólkið sem neitar að borga vinnuaflinu mannsæmandi laun“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. ágúst 2023 17:00

Sólveig Anna er ekki kát með ofsa gróða Íslandshótela

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í vikunni að rekstrarhagnaður Íslandshótela, fyrir afskriftir, hefði aukist um tæpar 400 milljónir milli ára á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarhagnaðurinn var 904 milljónir króna á þessu tímabili í fyrra en hafði aukist í 1.290 milljónir króna í ár. Viðskiptablaðið greinir frá.

Haft er eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að fyrirtækið sé að ná vopnum sínum aftur eftir heimsfaraldurinn. „Þó kom ákveðið bakslag í þá vinnu þegar verkfallsaðgerðir Eflingar komu til sögunnar og höfðu þær áhrif á reksturinn á tímabilinu. Þá er ekki hægt að líta fram hjá hækkandi verðlagi og vaxtastigið er enn óvissuþáttur í okkar rekstri eins og annarra,“ segir Davíð Torfi.

Fjölgun ferðamanna hafi þó vegið upp þessa þætti og gott betur en það.

Í febrúar á þessu ári boðaði Efling til verkfallsgerða á Íslandshótelum og varð slagurinn nokkuð harður. Sakaði Efling meðal annars Íslandshótel um verkfallsbrot og á móti sakaði Davíð Torfi Eflingu um að hafa ekki upplýst félagsmenn sína um það tekjutap sem hlotist gæti af verkfallinu.

Tíðindin fóru öfugt ofan í verkalýðsleiðtogann

Fréttirnar af ofsa hagnaði Íslandshótel, meðal annars á verkfallstímabilinu, fóru því öfugt ofan í Sólveigu Önnu sem brást við með harðorðum pistli á Facebook-síðu sinni sem lesa má í heild sinni hér:

„Þetta er fólkið sem neitar að borga vinnuaflinu mannsæmandi laun. Þetta er fólkið sem knúði á um verkbann Samtaka atvinnulífsins á 20.000 Eflingar-félaga. Þetta er fólkið sem að ríkissáttasemjari fórnaði sér fyrir, fólkið sem að ríkissáttasemjari taldi svo merkilegt að hann var tilbúin til að brjóta lög og svipta Eflingar-fólk sínum grundvallarmannréttindum. Þetta er fólkið sem að stjórnvöld stóðu með í baráttu síðasta vetrar. Fólkið sem að stjórnvöld mátu svo mikilvæg að ráðherra vinnumarkaðsmála niðurlægði sig með því að leggja bókstaflega á flótta til útlanda frekar en að hitta forystu Eflingar. Fólkið sem að hefur svo mikil völd, auðvöld, í samfélagi okkar að það þurfti mótmælastöðu Eflingar-fólks við ráðherrabústaðinn til að fá 30 mínútna áheyrn með forstætisráðherra.
Þetta er fólkið sem horfir bjartsýnt til framtíðar á meðan að félagsfólk Eflingar berst í bökkum. Það er þess fullvisst að græðgin ráði ávallt för í skipan efnahagsmála þjóðfélags okkar. Og það er ekki skrítið; allt bendir jú til þess að þetta sé fólkið sem að pólitísk valdaelíta hafi valið til að stjórna efnahagslífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“