fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

SÁÁ varar við óheillaþróun í aðgengi að áfengi  

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SÁÁ varar við stórauknu aðgengi að áfengi hér á landi og segir óheillaþróun eiga sér stað í áfengismálum. Samtökin lýsa yfir áhyggjum yfir stóraukinni samkeppni á þessum markaði. Segja þau stjórnvöld hafa misst stjónar af lýðheilsumarkmiðum með því að leyfa aukið aðgengi að áfengi. Yfirlýsing frá samtökunum um þetta er eftirfarandi:

 „SÁÁ varar við þeirri óheillaþróun sem fylgir stórauknu aðgengi að áfengi hér á landi. Verðsamkeppni, fjölgun sölustaða, netsala, heimsendingarþjónusta, auglýsingar og áfengisdýrkun einkennir þessa þróun. Þá hefur vínbúðum ríkisins fjölgað mikið á undanförnum áratugum og afgreiðslutími lengst. 

Beint samhengi er á milli aðgengis að áfengi og samfélagsskaða. Íslensk stjórnvöld hafa lengst af viðurkennt þetta samhengi með áfengisvörnum á borð við hátt verð og takmarkaðan afgreiðslutíma. Síðustu ár hafa hins vegar þau lýðheilsusjónarmið látið harkalega undan eins og dæmin sanna.  

Nýlega birti Morgunblaðið frétt um að stórverslun selji áfengi á 33% lægra verði en vínbúðir ríkisins. Netsölur stæra sig af lægra verði en í vínbúðunum. Brugghús mega nú orðið selja beint til viðskiptavina. Mörg einkafyrirtæki bjóða heimsendingu á áfengi. Þrátt fyrir þessa nýtilkomnu samkeppni komu fleiri viðskiptavinir í vínbúðirnar vikuna fyrir síðustu verslunarmannahelgi en árið áður. Hver og einn keypti að meðaltali 5,5 lítra af áfengi. Þetta er dæmi um hversu mikið sýnileiki eykur neyslu og normaliserar hana. 

Rannsóknir og reynsla um allan heim er að eftir því sem auðveldara er að nálgast áfengi, þeim mun meira er drukkið. Verðlagning áfengis skiptir þar öllu máli. Meiri drykkja veldur meira tjóni, heilsufarslega og samfélagslega, svo einfalt er það.  

Skaðsemi áfengis og annarra vímuefna lýsir sér ekki aðeins í þeim fjölda sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ eftir að hafa misst tökin á neyslunni. Í hóflegu sem óhóflegu magni er áfengi slæmt fyrir einstaklinginn og þau sem næst honum standa. Afleiðingarnar birtast meðal annars í vanlíðan, ósætti, heilsutapi, slysum, upplausn, ofbeldi, vinnutapi og sambúðarslitum. Ekki síst er ástæða til að huga að þeim afleiðingum sem aukin neysla hefur á aðstæður barna sem eiga sér enga undankomu. Stór hluti af verkefnum lögreglu, dómskerfis, heilbrigðiskerfis og hins félagslega kerfis er til kominn vegna neyslu áfengis og annarra vímuefna. Áætlað hefur verið að þessi neysla kosti þjóðfélagið um 1,8% af landsframleiðslu, eða 70 milljarða króna á ári. 

Með því aukna aðgengi að áfengi sem raun ber vitni er líkt og stjórnvöld hafi gefið lýðheilsusjónarmið upp á bátinn. Það er algert ábyrgðarleysi að stemma ekki stigu við núverandi þróun í áfengisneyslu, enda eru afleiðingarnar fyrirsjáanlegar.  

SÁÁ skorar á stjórnvöld að missa ekki sjónar á þeim lýðheilsumarkmiðum sem hér skipta öllu máli.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“