fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

SÁÁ varar við óheillaþróun í aðgengi að áfengi  

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SÁÁ varar við stórauknu aðgengi að áfengi hér á landi og segir óheillaþróun eiga sér stað í áfengismálum. Samtökin lýsa yfir áhyggjum yfir stóraukinni samkeppni á þessum markaði. Segja þau stjórnvöld hafa misst stjónar af lýðheilsumarkmiðum með því að leyfa aukið aðgengi að áfengi. Yfirlýsing frá samtökunum um þetta er eftirfarandi:

 „SÁÁ varar við þeirri óheillaþróun sem fylgir stórauknu aðgengi að áfengi hér á landi. Verðsamkeppni, fjölgun sölustaða, netsala, heimsendingarþjónusta, auglýsingar og áfengisdýrkun einkennir þessa þróun. Þá hefur vínbúðum ríkisins fjölgað mikið á undanförnum áratugum og afgreiðslutími lengst. 

Beint samhengi er á milli aðgengis að áfengi og samfélagsskaða. Íslensk stjórnvöld hafa lengst af viðurkennt þetta samhengi með áfengisvörnum á borð við hátt verð og takmarkaðan afgreiðslutíma. Síðustu ár hafa hins vegar þau lýðheilsusjónarmið látið harkalega undan eins og dæmin sanna.  

Nýlega birti Morgunblaðið frétt um að stórverslun selji áfengi á 33% lægra verði en vínbúðir ríkisins. Netsölur stæra sig af lægra verði en í vínbúðunum. Brugghús mega nú orðið selja beint til viðskiptavina. Mörg einkafyrirtæki bjóða heimsendingu á áfengi. Þrátt fyrir þessa nýtilkomnu samkeppni komu fleiri viðskiptavinir í vínbúðirnar vikuna fyrir síðustu verslunarmannahelgi en árið áður. Hver og einn keypti að meðaltali 5,5 lítra af áfengi. Þetta er dæmi um hversu mikið sýnileiki eykur neyslu og normaliserar hana. 

Rannsóknir og reynsla um allan heim er að eftir því sem auðveldara er að nálgast áfengi, þeim mun meira er drukkið. Verðlagning áfengis skiptir þar öllu máli. Meiri drykkja veldur meira tjóni, heilsufarslega og samfélagslega, svo einfalt er það.  

Skaðsemi áfengis og annarra vímuefna lýsir sér ekki aðeins í þeim fjölda sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ eftir að hafa misst tökin á neyslunni. Í hóflegu sem óhóflegu magni er áfengi slæmt fyrir einstaklinginn og þau sem næst honum standa. Afleiðingarnar birtast meðal annars í vanlíðan, ósætti, heilsutapi, slysum, upplausn, ofbeldi, vinnutapi og sambúðarslitum. Ekki síst er ástæða til að huga að þeim afleiðingum sem aukin neysla hefur á aðstæður barna sem eiga sér enga undankomu. Stór hluti af verkefnum lögreglu, dómskerfis, heilbrigðiskerfis og hins félagslega kerfis er til kominn vegna neyslu áfengis og annarra vímuefna. Áætlað hefur verið að þessi neysla kosti þjóðfélagið um 1,8% af landsframleiðslu, eða 70 milljarða króna á ári. 

Með því aukna aðgengi að áfengi sem raun ber vitni er líkt og stjórnvöld hafi gefið lýðheilsusjónarmið upp á bátinn. Það er algert ábyrgðarleysi að stemma ekki stigu við núverandi þróun í áfengisneyslu, enda eru afleiðingarnar fyrirsjáanlegar.  

SÁÁ skorar á stjórnvöld að missa ekki sjónar á þeim lýðheilsumarkmiðum sem hér skipta öllu máli.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun

Lögðu af stað í skínandi veðri á laugardag – Annað blasti við í gærmorgun
Fréttir
Í gær

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“

Burðaðist með áföllin eftir snjóflóðin 1995 á bakinu í rúma tvo áratugi – „Ég lagði allt sem ég gat í þessa leit og meira til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík