fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Bubbi segir íslenskuna vera hornreka – „Við verðum að rísa upp“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 10:30

Bubbi Morthens Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens spyr hvort við ætlum áfram að tala íslensku í þesus landi. Í grein í Morgunblaðinu lýsir hann þjóðfélagsbreytingum sem smám saman úthýsa móðurmálinu:

„Höfuðborg­in Reykja­vík er þakin skilt­um á ensku. All­ir veit­ingastaðir eru með ensku sem fyrsta mál, mat­seðlar þar með tald­ir, og það sem meira er: það tal­ar eng­inn ís­lensku á þess­um stöðum – sum­ir segja vegna þess að Íslend­ing­ar fá­ist ekki í störf­in. Og drop­inn hol­ar stein­inn. Íslensk­an sem tungu­mál er að verða horn­reka í orðsins fyllstu merk­ingu. Það má vera að ráðafólki þjóðar­inn­ar finn­ist þetta létt­vægt og taki fagn­andi bréf­um skrifuðum á ensku frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem vilja und­anþágu fyr­ir skipa­fé­lagið Eim­skip. En þá er það vegna þess að við erum í auga storms­ins þar sem lognið er.“

Bubbi segir að fellibylur fari yfir og nafn hans sé Enska. Hann segir okkur vera komin á þann stað að við þurfum að spyrja okkur hvor við viljum tala íslensku í framtíðinni:

„Vilj­um við tala ís­lensku? Vilj­um við lesa ís­lensku? Vilj­um við syngja ís­lensku lög­in okk­ar með öll­um orðunum sem við skilj­um með hjart­anu og sál­inni? Ef svarið er já þá get­um við ekki leng­ur setið hjá, við verðum að rísa upp. Sú stund er runn­in upp að við verðum að berj­ast fyr­ir móður­mál­inu. Þetta er eng­in drama­tík, þetta er staðreynd.“

Hann brýnir stjórnmálamenn og ferðamannaiðnaðinn til að taka sig á og sakar hina síðarnefndu um hernað gegn tungumálinu.  „Án tungu­máls­ins erum við bara klett­ur norður í Dumbs­hafi með fal­lega nátt­úru. Ekki þjóð í eig­in landi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu