fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Danir herða landamæraeftirlit vegna Kórandeilunnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. ágúst 2023 10:00

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti danska ríkislögreglustjórans hefur ákveðið að herða eftirlit á landamærum landsins. Er það gert á grundvelli ráðlegginga frá leyniþjónustu dönsku lögreglunnar og fleiri aðilum. Ástæðan er sú viðkvæma staða sem er uppi vegna Kóranbrenna í Danmörku og Svíþjóð. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem segir að lögreglan muni nú herða eftirlit sit við dönsku landamærin og er það hafið og mun vara í að minnsta kosti eina viku.

Leyniþjónustan telur að meiri hryðjuverkaógn steðji nú að Danmörku en áður vegna stöðunnar varðandi Kóranbrennur.

Á síðustu vikum hafa mótmælendur brennt Kóraninn fyrir framan sendiráð íslamskra ríkja í Danmörku og Svíþjóð og hefur þetta valdið miklu titringi meðal margra íslamskra ríkja sem krefjast þess að yfirvöld grípi í taumana og stöðvi þetta en múslimar telja það mikinn glæp að kveikt sé í trúarriti þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings