fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Pútín vill fleiri hermenn – Illa þjálfaðir og áfengisvandamál herja

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 04:05

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé undir miklu álagi og þrýstingi. Að minnsta kosti vill hann fjölga hermönnum í rússneska hernum og skiptir menntun þeirra og ástand ekki sérstaklega miklu máli.

Dagbladet skýrir frá þessu og segir að nú sé herskyldualdurinn í Rússlandi 18 til 27 ára fyrir karlmenn. En nú er reiknað með að efri aldursmörkin verði hækkuð í 30 ár vegna vilja Pútíns um að fjölga í hernum.

Þessi hækkun efri aldursmarkanna mun verða til þess að hægt verður að fjölga hermönnum en þetta er ekki endilega skynsamlegt að mati Arne Bård Dalhaug, fyrrum herforingja í norska hernum. „Veikleikinn er að það verða miklu fleiri teknir inn sem eru ekki í líkamlegu ástandi til að gegna herþjónustu. Ungir Rússar á tvítugsaldri eru í betra formi en þeir sem eru á þrítugsaldri. Helsta ástæðan er að heilsufar rússneskra karla er á hraðri niðurleið vegna mikillar áfengisnotkunar og reykinga,“ sagði hann.

Hann sagði að margir af nýliðunum muni fá lélega þjálfun og ekki minnst eiga í vandræðum með áfengi og tóbak. Þeir geti þó fyllt upp í götin í rússneskum skotgröfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum