fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

„Helvíti á jörð“ á Ródos – Skoða hvort að íkveikja hafi valdið hamförunum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. júlí 2023 20:00

Skógareldar hafa farið illa með Rhodos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín á grísku sumarleyfisparadísinni Ródos vegna mikilla gróðurelda sem þar hafa logað í tæpa viku. Um er að ræða þá stærstu slíku elda sem hafa geisað á eyjunni í manna minnum og hafa slökkviliðsmenn átt fullt í fangi með að berast við eldinn en á sama tíma gengur mikil hitabylgja yfir þessar slóðir.

Þá hafa nokkur hótel orðið eldinum að bráð og ferðamenn sem og íbúar þurft að leita sér skjóls í neyðarskýlum þar sem ástandið er ekki gott. Hafa ferðamenn lýst upplifun sinni sem „helvíti á jörðu“.

Hingað til hefur verið talið að eldurinn hafi kviknað af náttúrulegum orsökum en Mirror greinir frá að talsmaður slökkviliðs Ródos, Vassilis Vathrakogiannis, hafi greint blaðamönnum frá því að yfirvöld hafi nú grun um að íkveikja hafi komið eldunum af stað.

Vathrakogiannis vildi þó ekki fullyrða hvort að um glæpsamlegt viljaverk hafi verið að ræða eða þá hvort að um hafi verið að ræða óhapp. Hins vegar sagði hann að lögregla væri að yfirheyra grunaða í málinu og von væri á niðurstöðum innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang

Nýjar vendingar varðandi stolna nasistamálverkið – Horfið þegar lögregla kom á vettvang
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Í gær

Bjarni ómyrkur í máli um landsleik Íslands og Ísraels á morgun

Bjarni ómyrkur í máli um landsleik Íslands og Ísraels á morgun
Fréttir
Í gær

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni