fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Segir rússnesku elítuna hafa sívaxandi áhyggjur af dómgreindarskorti Pútíns

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júlí 2023 08:00

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska elítan hefur sívaxandi áhyggjur af dómgreindarskorti Vladímír Pútíns.Þetta sagði William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, á árlegri ráðstefnu um öryggismál í Aspen í Colorado. Hann sagði að horfa verði á málið í samhengi við skammvinna uppreisnartilraun Yevgeny Prigozhin leiðtoga Wagnerhópsins í júní.

„Þetta blés lífi í nokkrar dýpri spurningar um dómgreind Pútíns, um hverning hann kúplaði sig frá þessum atburði og meira að segja um ákvarðanatökufælni hans,“ sagði Burns.

Prigozhin hafði lengi gagnrýnt ýmsa embættismenn en hélt því fram að gagnrýni hans beindist ekki að Pútín. Það að Wagnerliðar gátu nánast óhindrað farið mörg hundruð kílómetra leið í átt að Rússlandi vakti mikla athygli. Politico skýrir frá þessu.

Burns sagði að uppreisnin hafi að hans mati varpað ljósi á ýmsa stóra veikleika í því kerfi sem Pútín hefur byggt upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin