„Þetta blés lífi í nokkrar dýpri spurningar um dómgreind Pútíns, um hverning hann kúplaði sig frá þessum atburði og meira að segja um ákvarðanatökufælni hans,“ sagði Burns.
Prigozhin hafði lengi gagnrýnt ýmsa embættismenn en hélt því fram að gagnrýni hans beindist ekki að Pútín. Það að Wagnerliðar gátu nánast óhindrað farið mörg hundruð kílómetra leið í átt að Rússlandi vakti mikla athygli. Politico skýrir frá þessu.
Burns sagði að uppreisnin hafi að hans mati varpað ljósi á ýmsa stóra veikleika í því kerfi sem Pútín hefur byggt upp.