Tsokov hélt sig að sögn á hóteli í bænum þegar Storm Shadow flugskeyti lenti á því. Rússnesk yfirvöld hafa ekki staðfest þetta en þau staðfesta ekki opinberlega þegar hershöfðingjar falla í stríðinu. Kyiv Post og Moscow Times skýra frá þessu.
Norska Dagbladet ræddi við Arne Bård Dalhaug, sem er hershöfðingi á eftirlaunum, um málið. Hann sagði óljóst hvaða áhrif það hefur á stríðið að Úkraínumönnum tókst að drepa Tsokov. En hann sagði eitt vera alveg öruggt: Rússum vanti hershöfðingja og herforingja.
Hann sagði að skortur á hæfum herforingjum sé staðreynd í Rússlandi og hafi verið síðan í upphafi stríðsins. Síðan þá hafi margir herforingjar fallið og nú séu Rússar að verða uppiskroppa með hæfa og reynda leiðtoga.
Hann sagði að þessi skortur á reyndum og hæfum herforingjum hafi miklar afleiðingar fyrir rússnesku stríðsvélina. Að hans mati stafa mörg af vandamálum Rússa á vígvellinum af lélegri stjórnun af hálfu óhæfra yfirmanna.