fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Sprengingin á Krímbrúnni er þungt högg fyrir Pútín og tök Rússa á Krím

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 04:05

Brúin skemmdist töluvert. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn á ný hefur glæsiverkefni Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, orðið fyrir tjóni. Þetta er brúin sem tengir Krím við meginland Rússlands. Í gær urðu miklar sprengingar á brúnni og í gærkvöldi viðurkenndi Pútín að hún væri mikið skemmd.

Ganga má að því sem vísu að Úkraínumenn hafi staðið á bak við árásina á brúna í gær. Árásin mun hafa mjög neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn á Krím en er einnig hernaðarlegt og pólitískt áfall fyrir Pútín og Kremlverja.

Í október síðastliðnum réðust Úkraínumenn á brúna og skemmdu töluvert. Sú árás var mikið áfall fyrir Pútín sem hefur verið óspar á að tengja brúna við sjálfan sig. Um nokkurs konar gæluverkefni hans var að ræða.

Heimildarmenn segja að tvær sprengingar hafi orðið á brúnni um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Akreinar í báðar áttir skemmdust. Tveir létust og einn særðist.

Ukrainska Pravda sagði í gær að Úkraínumenn hefðu gert drónaárás á brúna. Þeim hafi verið flogið rétt yfir haffletinum og hafi síðan hæft brúna að neðanverðu. Heimildarmaður innan úkraínsku leyniþjónustunnar sagði að árásin hafi verið samstarfsverkefni flotans og leyniþjónustunnar.

Rússar bentu strax á Úkraínumenn og sögðu þá bera ábyrgð á árásinni.

Ferðamannaiðnaðurinn er afgerandi fyrir efnahag Krím og árásin er þungt högg fyrir hann. Krím hefur áratugum saman verið vinsæll áfangastaður bæði úkraínskra og rússneskra ferðamanna. En glansinn hefur farið af Krím sem ferðamannastað á síðustu árum.

Rússar hafa fjárfest mikið í innviðauppbyggingu á Krím eftir að þeir hertóku skagann 2014. Rósin í hnappagatið var þegar brúin var tekin í notkun 2019. Hún er 19 km að lengd og átti að tryggja straum ferðamanna, aðallega frá sunnanverðu Rússlandi, til Krím. 13.000 bílum er að meðaltali ekið yfir brúna daglega en það er langt frá upphaflega markmiðinu sem var 40.000.

Tjónið á brúni mun gera ferðamönnum erfitt fyrir við að komast til og frá Krím og það mun einnig torvelda flutning Rússa á hermönnum og hergögnum í gegnum Krím til hersveita sinna í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“