Meðal þeirra sem telja að hin skammvinna uppreisn hafi veikt stöðu Pútíns er Michael Anthony McFaul sem var sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi frá 2012 til 2014. Hann telur meira að segja að uppreisnin geti, þegar horft er til langs tíma, orðið til þess að Pútín og stjórn hans missi völdin.
„Til skemmri tíma litið mun Pútín líklega standa þetta af sér en til langs tíma litið er útlitið ekki gott fyrir hann. Ímynd hans sem hins óhagganlega leiðtoga hefur beðið hnekki. Hann mun líklega ekki standa þetta af sér,“ skrifaði hann á bloggsíðu sína að sögn Dagbladet.