fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

„Þetta getur orðið Pútín að falli“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júlí 2023 04:05

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt hefur verið ritað og rætt um hina skammvinnu uppreisn Yevgeni Prigozhin gegn Vladímír Pútín. Þrátt fyrir að Prigozhin og Wagnerliðar hans hafi hætt við þegar þeir áttu skammt eftir til Moskvu eru margir sem telja að staða Pútíns hafi veikst mikið vegna málsins. Sérstaklega vegna þess að Prigozhin og menn hans virðast ætla að sleppa vel frá þessu.

Meðal þeirra sem telja að hin skammvinna uppreisn hafi veikt stöðu Pútíns er Michael Anthony McFaul sem var sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi frá 2012 til 2014. Hann telur meira að segja að uppreisnin geti, þegar horft er til langs tíma, orðið til þess að Pútín og stjórn hans missi völdin.

„Til skemmri tíma litið mun Pútín líklega standa þetta af sér en til langs tíma litið er útlitið ekki gott fyrir hann. Ímynd hans sem hins óhagganlega leiðtoga hefur beðið hnekki. Hann mun líklega ekki standa þetta af sér,“ skrifaði hann á bloggsíðu sína að sögn Dagbladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum