fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Ásakanir ganga á víxl um undirbúning á hryðjuverki við stærsta kjarnorkuver Evrópu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 06:48

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásakanir ganga á víxl milli Rússa og Úkraínumanna að verið sé að undirbúa árás á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, hið stærsta í Evrópu, sem verið hefur undir stjórn innrásarhersins frá upphafi átakanna.

Úkraínumenn sökuðu Rússa um að vera í óðaönn að koma fyrir sprengjum í kjarnorkuverinu og hyggðust sprengja það í loft upp. Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, greindi frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafði greint Emmanuel Macron, forseta Frakklands, frá meintum ögrunum Rússa og hvað hann teldi þá hafa í hyggju.

Sagði forsetinn að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefni á þaki kjarnorkuversins og að innan tíðar yrði það sprengt í loft upp til þess að láta það líta út sem svo að Úkraínumenn hafi staðið fyrir árásinni.

Rússar hafa hins vegar sagt að það séu Úkraínumenn sem ráðgeri árásir á kjarnorkuverið og að ætlunin sé að gera Rússa að blórabögglum.

Hvorki Úkraínumenn né Rússar hafa deilt nokkru sem styður við fullyrðingar þeirra.

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur í rúmt ár reynt að ná samningum milli stríðandi fylkinga um að kjarnorkuverið yrði ekki bitbein þeirra í stríðinu til þess að koma í veg fyrir kjarnorkuslys. Rafael Grossi, forstjóri stofnunarinnar, hefur heimsótt kjarnorkuverið þrisvar sinnum í þeim tilgangi en þær tilraunir hafa reynst árangurslausar hingað til.

Talsmaður Úkraínuforseta, Mykhailo Podolyak, gagnrýni framgöngu Grossi harðlega og sagði hann hafa verið að gaufast eitthvað í málinu frekar en að taka það föstum tökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Í gær

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Í gær

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Í gær

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi