fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir frá leyndarmálum Pútíns

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. júní 2023 04:12

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur Vladímír Pútín breyst mjög mikið. Þessar breytingar gengu hratt fyrir sig þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á og ekki hefur dregið úr hraðanum nú í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Sumir muna eflaust eftir þeim tíma þegar Pútín virtist lynda vel við vestræna leiðtoga. Hann spjallaði reglulega við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, drakk bjór með Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur og spjallaði við Barack Obama.

En síðan gerðist eitthvað, það varð einhver breyting á Pútín. Hann varð tortryggin.

Þetta sagði Mark Galeotti, sérfræðingur í rússneskum málefnum, í samtali við B.T. Hann sagði að frá 2011 hafi Pútín í vaxandi mæli séð sjálfan sig í stríði við Vesturlönd. „Hann byrjaði að hugsa: „Þau ætla að ráðast á mig“. Honum finnst að Vesturlönd vilji ná honum og drottna yfir honum og Rússlandi,“ sagði hann.

„Hann hefur ekki alveg rangt fyrir sér en það sem hann sér sem Vesturlönd á móti honum, líkist frekar samsæriskenningu,“ sagði hann.

Eins og svo margir leiðtogar í gegnum tíðina, þá hefur Pútín vaxandi áhyggjur af að einhver eða eitthvað muni ná honum. Á meðan og eftir heimsfaraldurinn einangraði hann sig og hann hefur haldið áfram að halda góðri fjarlægð á milli sín og margra þeirra sem hann hittir.

Margir muna eflaust eftir fundum hans með Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, þar sem þeir sátu við sitt hvorn enda mjög langs borðs. Eða myndun frá því fljótlega eftir að innrásin í Úkraínu hófst, þar sem Pútín situr við annan enda langborðs en varnarmálaráðherra hans og yfirmaður heraflans horfa á hann úr góðri fjarlægð.

Galeotti sagði Pútín sé nánast með eins skrifstofur í híbýlum sínum víða um Rússland. Hann sagði einnig að það væri margt annað sem sanni að Pútín taki enga áhættu þegar kemur að öryggi hans sjálfs. „Þegar Pútín ferðast, þá tekur hann allan þann mat, sem hann borðar, með sér. Þegar hann er í veislum, þá skálar hann í kampavíni sem hann tekur með frá Kreml,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin