fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Par um þrítugt fékk fangelsisdóm í kjölfar húsleitar í Þórðarsveig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. júní 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par um þrítugt var þann 13. júní dæmt í fangelsi vegna hluta sem fundust við húsleit á heimili fólksins. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Bæði voru ákærð fyrir stórfellt fíkniefnabrot í kjölfar húsleitar á heimili þeirra í Þórðarsveig í Reykjavík en þar fundust „658,89 g af amfetamíní, 79,71 g og 294 töflur af ecstasy, 56,02 g af hassi, 16,25 g af kannabislaufi, 88,40 g af kókaíni, 110,95 g af maríhúana og 134 stykki af LSD, en fíkniefnin voru ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi og fundust við leit lögreglu 7. júlí 2020,“ eins og segir í ákæru.

Maðurinn var síðan ákærður fyrir vopnlagabrot fyrir að hafa í Þórðarsveig haft undir höndum hálfsjálfvirka haglabyssu án skotvopnaleyfis og bitvopn með 14 cm hnífsblaði. Ennfremur er maðurinn ákærður fyrir að hafa haft undir höndum mikið magn af anabólískum sterum.

Konan var ákærð fyrir að hafa haft í fórum sínum: „5 töflur af Viagra, 48 belgi af Medikinet Cr, 116 töflur af Alprazolam Krka og 20 töflur af Tradolan, en fíknilyfin fundust við leit lögreglu.“

Bæði konan og maðurinn játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi. Maðurinn hefur hlotið þónokkra refsidóma en konan er með hreint sakavottorð.

Maðurinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi en konan í 15 mánuði. Refsing hjá báðum er skilorðsbundin og hefur þar áhrif á fólkið sýndi lögreglu samstarfsvilja og játaði brotin fyrir dómi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru