fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Örvæntingarfull leit að kafbáti við flak Titanic – Moldríkir ferðamenn um borð og aðeins 96 klukkustunda súrefnisbirgðir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. júní 2023 17:19

Flak Titanic liggur á miklu dýpi Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband hefur rofnað við lítinn kafbát sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic sem liggur á tæplega fjögur þúsund metra dýpi um sex hundruð kílómetrum undan ströndum Nýfundnalands.

Björgunaraðilar í Bandaríkjunum og Kanada hafa tekið höndunum saman í leitinni að kafbátnum en skammur tími er til stefnu því súrefnisbirgðirnar í bátnum duga aðeins í 96 klukkustundir.

Um borð eru líklega fimm einstaklingar, tveir starfsmenn og síðan þrír ferðamenn, sem ólmir vildu berja flakið goðsagnarkennda augum. Það er fyrirtækið OceanGate Expeditions sem býður upp á ferðirnar sem eru aðeins á færi útvaldra. Þannig kostar túrinn tæpar 35 milljónir króna á mann, eða 250 þúsund dollara, en alls varir hann í tíu daga. Inni í því verði er ferð niður að skipsflakinu í kafbátnum en köfunin tekur allt að 10 klukkustundir þó að súrefnisbirgðirnar dugi í 96 klukkustundir, eins og áður segir.

Þetta er aðeins þriðji slíki leiðangurinn í sögu fyrirtækisins en tveir aðrir eru ráðgerðir á næsta ári.

Í frétt Daily Mail kemur fram að einn þeirra sem talið er að sé í leiðangrinum sé milljarðamæringurinn Hamish Harding, stjórnarformaður Action Aviation í Dubai, en hann hafi birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann kvaðst vera spenntur fyrir leiðangrinum og að veðurskilyrði væru orðin hagstæð til þess að leggja í hann.

Ekki liggja fyrir neinar vísbendingar um hvað gerðist aðrar en þær að kafbáturinn hélt af stað og missti svo sambandið við leiðangursskipið, The Polar Prince. Óttast er að kafbáturinn hafi mögulega fest sig í flaki Titanic sem myndi gera björgun illmögulega.

 

 

 

Kafbáturinn sem notaður er í leiðangrinum. Hann rúmar fimm einstaklinga

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis