fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Ógnvaldur á sveitavegi – Veitti þeim eftirför og reyndi að þvinga þau út af veginum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. júní 2023 16:00

Hvalfjarðarvegur. Skjáskot já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. júní verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir hættubrot og umferðarlagabrot vegna atvika sem áttu sér stað í Kjós sumarið 2021. Maðurinn sýndi þá af sér mjög ógnandi hegðun á vegum úti, veitti pari eftirför og reyndi að þvinga þau út af veginum. Er þetta orðað svo í ákæru:

„Fyrir hættubrot og umferðarlagabrot, með því að hafa ekið bifreiðinni B, af gerðinni C, án gildra ökuréttinda og á vítaverðan og ógnandi hátt að bifreið, þar sem í voru X og Y, ekið var um Þúfukotsveg í Kjós þar sem ákærði hóf eftirför á eftir þeim sem varði um 10 km langan vegarkafla, allt að Meðalfellslandi og aftur á Þjóðveg 47, en á meðan akstrinum stóð gerði ákærði tilraun til að þvinga þau út af veginum. Með framangreindri háttsemi stofnaði ákærði lífi og heilsu X og Y í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt.“

Maðurinn er ennfremur ákærður fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum um að stöðva bíl sinn að er lögregla veitti honum eftirför frá Meðalfellsvegi inn á Hvalfjarðarveg „þar sem honum voru gefin merki með forgangsljósum og hljóðmerkjum um að stöðva aksturinn, en ákærði ók þaðan inn á Eyrarfjallsveg, allt uns ákærði stöðvaði bifreiðina við afleggjarann við Þúfukot, þar sem lögregla hafði afskipti af honum,“ eins og segir í ákæru.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot, fyrir að hafa haft í vörslu sinni hníf með 18 cm löngu hnífsblaði.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fólkið í bílnum sem hann ógnaði gerir kröfu um miskabætur, þrjár milljónir hvort.

Búast má við því að réttað verði í málinu í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað