fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Hrottalegt morð skekur Þýskaland – Áreitti tvær konur við þýska „Disney-kastalann“ og henti þeim fram af brú

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. júní 2023 13:48

Neuschwanstein-kastali er eitt þekktasta kennileiti Þýskalands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjar eru slegnir óhug eftir hrottalega árás og morð við eitt þekktasta kennileiti landsins, Neuschwanstein-kastala. Þýski miðillinn Bild greinir frá því að bandarískur ferðamaður hafi kynferðislega áreitt tvær konur, sem einnig eru bandarískar, sem voru að skoða kastalann og í kjölfarið hent þeim fram af nærliggjandi brú með þeim afleiðingum að önnur konan lést en hin stórslasaðist.

Árásarmaðurinn, sem er þrítugur að aldri samkvæmt þýska miðlinum, á að hafa flúið af vettvangi en verið að lokum handtekinn.

Umrædd árás átti sér stað á hinni tilkomumiklu Maríu-brú á miðvikudaginn og féllu konurnar tæplega 90 metra ofan í gil sem brúin þverar. Báðar lifðu þær fallið af en yngri konan, sem var 21 árs gömul, lést fljótlega eftir að hún var flutt á nærliggjandi spítala en vinkona hennar, 22 ára, liggur þar með mikla áverka.

Neuschwanstein-kastali, sem sagður er hafa veitt teiknurum Disney innblástur að kastala fyrirtækisins, er einn vinsælasti ferðamannastaður Þýskalands en um 1,4 milljónir manns heimsækja kastalann árlega. Það þykir ómissandi hluti af heimsókninni að ganga yfir Maríubrúnna enda fá ferðamenn þar að upplifa tilkomumikið útsýni yfir kastalann fræga.

Sjónarvottar segja að bandaríski morðinginn hafi fyrst byrjað að áreita yngri konuna á brúnni en þá hafi vinkona hennar komið henni til hjálpar. Þá hafi maðurinn tekið hana hálstaki og hent henni niður gilið og skömmu síðar hafi sú yngri fallið sömu leið.

 

Maríubrúin tilkomumikla

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“