fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Einn helsti áróðursmeistari Pútíns óttast vestræn vopn – Hvetur til friðar í Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. júní 2023 04:14

Margarita Simonyan. Mynd:Rússneska forsetaembættið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland getur orðið fyrir árásum ef bardagarnir í Úkraínu verða ekki stöðvaðir fljótlega. Þetta sagði einn af helstu áróðursmeisturum Pútíns og má túlka ummælin sem staðfestingu á að í efstu lögum rússnesku áróðursmaskínunnar sé trúin á sigri í stríðinu farin að dvína.

Það var Margarita Simonyan, aðalritstjóri ríkisfjölmiðilsins Russia Today, sem sagði þetta og hafa ummælin vakið mikla athygli. Allt frá upphafi stríðsins hefur Simonyan lofsungið rússneska herinn og hótað NATO báli og brand ef bandalagið blandar sér í stríðið.

En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Úkraínumenn styrkjast með hverri vopnasendingunni á fætur annarri frá Vesturlöndum og Simonyan sagði það aðeins tímaspursmál hvenær Úkraínumenn geta gert harðar árásir á Rússland.

„Þeir munu ráðast á rússneskt landsvæði. Belgorod-héraðið og Voronezh-héraðið og, guð hjálpi mér, RostovKasnodar og Krím,“ sagði hún í rússnesku sjónvarpi í síðustu viku og bætti við að af þessum sökum sé kominn tími til að stöðva bardagana og finna friðsamlega lausn á deilunni.

„Ég hef allt árið talað um hversu yndislegt það væri að stöðva blóðsúthellingarnar. Allir stoppa þar sem þeir eru og síðan höldum við áfram með atkvæðagreiðslur (á hernumdu svæðunum, innsk. blaðamanns),“ sagði hún.

Fyrir sex mánuðum sagði hún að henni væri „skítsama um hvað Vesturlönd hugsa“ og að hún vildi enn fleiri flugskeytaárásir á Úkraínu. Í mars sagði hún að Rússland myndi sigra allan hinn vestræna heim.

Fyrir þremur vikum lagði hún til að allir Rússar skyldu vinna í tvær klukkustundir á dag í vopnaverksmiðjum til að framleiða skotfæri fyrir rússneska herinn. Þetta átti fólk að gera að loknum venjulegum vinnudegi.

Meduza segir að ummælin hafi farið illa í rússneska herbloggara og aðra stríðshauka og að gagnrýni hafi rignt yfir hana. Hún hefur verið sökuð um að setja fram „ósigursáróður“ og „nota orð sem lykta af föðurlandssvikum“.

En sumir herbloggarar telja ummæli hennar undanfara breytinga á stríðstaktík KremlverjaSimonyan er venjulega á sömu línu og Pútín en nú hefur hún sagt að Rússar eigi ekki að halda svæðum sem vilja ekki vera rússnesk. „Höfum við þörf fyrir svæði sem vilja ekki vera hjá okkur? Ég er ekki viss. Og eitthvað segir mér að forsetinn hafi heldur ekki þörf fyrir þessi svæði,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“