fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn geyma vopn – Það er góð ástæða fyrir því

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. júní 2023 04:14

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því fer víðs fjarri að sókn Úkraínumanna gegn rússneska innrásarliðinu sé komin á fullt skrið eða að Úkraínumenn beiti nú öllum vopnum sínum og herafla. Þeir geyma á mill 70 og 80% af vopnum sínum og herafla.

Þetta sagði Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, í samtali við TV2.

Hann sagði að stórar úkraínskar hersveitir séu í biðstöðu. Enn hafi Úkraínumenn ekki notað bresku Challenger skriðdrekana sína og skriðdrekar frá Þýskalandi og Svíþjóð hafi heldur ekki sést í notkun á vígvellinum.

Hann sagði að það sé meðvituð taktík hjá Úkraínumönnum að geyma svona mikið af vopnum því nú einbeiti þeir sér að kanna hvar rússnesku varnarlínurnar eru veikburða. „Þegar þeir hafa fengið skýra mynd og grípa til aðgerða, þá er mikilvægt að þeir séu enn með mikið af vopnum í bakhöndinni,“ sagði hann.

Kristian Lindhardt, major og hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að áætlun Úkraínumanna gangi út á að hrekja Rússa 15-20 km aftur á bak.

Kaarsbo tók undir þetta og sagði að markmið Úkraínumanna sé að komast alla leið að Asóvshafi. Ef þeir komist þangað geti þeir lokað flutningsleiðum Rússa í gegnum Krím og það muni gera Rússum erfitt fyrir við að flytja hersveitir, birgðir og eldsneyti. Hann sagðist telja að þetta sé ekki óraunhæf áætlun og að góðar líkur séu á að hún gangi upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin