fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Rússneskur stjórnmálamaður vekur athygli – „Ferill hans verður stuttur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. júní 2023 04:00

Konstanit Zatulin. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski þingmaðurinn Konstanit Zatulin lét nýlega ummæli, sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en sem gagnrýni, falla um innrásina í Úkraínu. Hann sagði að Rússar geti ekki sigrað í stríðinu og þess vegna sé best að þeir átti sig á því núna að Úkraína muni ekki hætta að vera til sem sjálfstætt ríki eða verða hlutlaust ríki við stríðslok.

„Sumar af kröfum okkar eru hættar að hafa nokkra þýðingu. Til dæmis um hlutleysi Úkraínu. Hvaða tilgangur er með því að setja þessa kröfu fram? Enginn eins og er. Úkraína verður aldrei hlutlaus ef landið er til,“ sagði hann.

Hann sló því einnig föstu að með þeim stuðningi sem Úkraína fær frá bandalagsþjóðum sínum sé útilokað að Rússar geti sigrað í stríðinu.

Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, deildi myndbandi á Twitter þar sem Satulin lætur þessi ummæli falla. Segir Bildt að Zatulin þurfi ekki reikna með að stjórnmálaferill hans verði miklu lengri: „Meira að segja rússneskir þingmenn sjá stundum raunveruleikann og reyna að segja sannleikann. En ég veðja á að ferill hans verði frekar stuttur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“