„Sumar af kröfum okkar eru hættar að hafa nokkra þýðingu. Til dæmis um hlutleysi Úkraínu. Hvaða tilgangur er með því að setja þessa kröfu fram? Enginn eins og er. Úkraína verður aldrei hlutlaus ef landið er til,“ sagði hann.
Hann sló því einnig föstu að með þeim stuðningi sem Úkraína fær frá bandalagsþjóðum sínum sé útilokað að Rússar geti sigrað í stríðinu.
Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, deildi myndbandi á Twitter þar sem Satulin lætur þessi ummæli falla. Segir Bildt að Zatulin þurfi ekki reikna með að stjórnmálaferill hans verði miklu lengri: „Meira að segja rússneskir þingmenn sjá stundum raunveruleikann og reyna að segja sannleikann. En ég veðja á að ferill hans verði frekar stuttur.“
Even a member of the 🇷🇺 Duma can sometimes see realities and try to tell the truth. But I guess his further career will be fairly brief. pic.twitter.com/ES9ckeUQ7v
— Carl Bildt (@carlbildt) June 5, 2023