fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. maí 2023 09:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin tilkynnti á sunnudaginn að framlag ríkisins í svokallaðan Úkraínusjóð verði aukið um 7,5 milljarða danskra króna á þessu ári en það svarar til um 150 milljarða íslenskra króna. Á næsta ári verður 10,4 milljörðum bætt við framlagið en það svarar til um 200 milljarða íslenskra króna.

Úkraínusjóðurinn var stofnaður í mars eftir að meirihluti þingmanna samþykkti að setja 7 milljarða, sem svarar til um 140 milljarða íslenskra króna, í hann. Með viðbótarframlaginu hafa Danir sett 14,5 milljarða, sem svarar til rúmlega 290 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn á þessu ári.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að ástæðan fyrir auknu framlagi sé að stríðið sé nú á mjög krítísku stigi og staðan á vígvellinum sé alvarleg og Úkraína hafi því þörf fyrir alla þá aðstoð sem fáanleg sé.

„Það er núna sem Úkraínumenn hafa þörf fyrir vopnin okkar og stuðning okkar og þess vegna liggur á. En það er ekkert sem bendir til að friður verði kominn á á næsta ári og því setjum við núna rúmlega 10 milljarða í sjóðinn fyrir 2024,“ sagði hún.

Það er þörf fyrir nýtt fjármagn í sjóðinn því búið er að nota um 70% af því fé sem var sett í hann í upphafi.

Fyrra framlagið var ætlað til að styðja við úkraínska herinn, atvinnulífið og mannúðarmál og enduruppbyggingu landsins. Nýja framlagið er eyrnamerkt hernum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu