fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Friðþjófur upplifir fordóma eftir að hafa opnað sig um veikindi sín – „Að ég væri ekki hæfur til að stýra stóru skólasamfélagi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, greinir frá því að hann hafi orðið fyrir fordómum í kjölfar þess að hann opnaði sig um geðrænan vanda sinn. Friðþjófur birti einlæga Facebook-færslu um málið og veitti DV leyfi til að greina frá henni, í von um að saga hans gæti orðið til þess að hjálpa öðrum. Hann vill hins vegar ítreka að hann er ekki í leit að blórabögglum.

Friðþjófur greinir frá því að hann hafi veikst illa í lok síðasta sumar og orðið að leggjast inn á geðdeild á Landspítalanum. Í kjölfar þess hafi tekið við endurhæfing sem hann sinnir af krafti og einurð. Hann segist hafa mætt mikilli fagmennsku innan heilbrigðiskerfisins vegna vanda hans en hann hefur verið greindur með geðhvarfasýki, Bipolar 2. Friþjófur ritar eftirfarandi um starfsferil sinn innan skólasamfélagsins:

„Ég hef á þessum tíma tekist á við krefjandi verkefni sem stjórnandi í grunnskóla. Sá tími spannar rúm 20 ár Þar hef ég vaxið og dafnað í starfi og gengið vel í gegnum tíðina. Lagt mitt lóð á vogarskálarnar svo eftir því hefur verið tekið.

Ég hef einnig tekið ríkan þátt í því að bæta nærsamfélag mitt m.a. með því að taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka og í stjórnmálum frá unga aldri. Þar hef ég einnig náð góðum árangri í gegnum tíðina.

Og allt þetta um leið og ég hef verið að kljást við þennan lífsförunaut minn. Án þess að neinn vissi.

Það eru ekki allir sem glíma við geðhvörf sem geta tekið virkan þátt í samfélagi sínu, hvort sem það er í vinnu eða félagsmálum. En ég hef borið gæfu til þess með góðum stuðningi fjölskyldu, vina, ættingja og vinnufélaga (ekkert gerist í tómarúmi eða er einum manni að þakka) að stunda vinnu og taka virkan þátt í samfélagi mínu. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur því það er ekkert sjálfsagt.“

Fannst mikilvægt að vera opinskár

Friðþjófur segir að það hafi verið mikilvægt fyrir bataferli hans að stíga fram og vera einlægur og opinskár um þessi veikindi. Hann hefur hins vegar mætt fordómum vegna þessarar afhjúpunar:

„En ég vissi það þegar ég steig fram að ég væri að berskjalda mig. Það hefði líklega bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar í för með sér. En ég trúði í blindni á það að áhrifin væru frekar jákvæð frekar en neikvæð.

En nú hafa runnið á mig tvær grímur. Ég hef frá því að ég steig fram fundið fyrir fordómum. Og það allnokkrum. Og það er afskaplega erfitt. Ekki síst vegna þess að ég hélt að við sem samfélag værum komin lengra.

Ég hef t.d. heyrt það að ég væri ekki hæfur til að stýra stóru skólasamfélagi vegna þessa lífsförunautar míns.“

Friðþjófur segir að það hafi verið virkilega erfitt að heyra það viðhorf að hann væri ekki hæfur til að gegna ábyrgðarstöðu vegna vanda síns. En hann ætlar ekki að láta þessa fordóma brjóta sig niður:

„Ég hef bognað en ég mun aldrei gera þessum einstaklingum eða hópi fólks það til geðs að brotna.

Ég hef sinnt starfi mínu af alúð, samviskusemi og af miklum krafti. Og enn og aftur náð árangri svo eftir því er tekið.

Það er ekkert sanngjarnt við þessar skoðanir fólks á mér og mínum störfum, sem dæma mig út frá sjúkdómi þeim sem ég lifi með. Ég er ég og mun aldrei vera sjúkdómurinn. Hann er ekki ég. Ég er ég og hef margt fram að færa og get nýtt reynslu mína til góðra verka.

Til ykkar sem hafið stutt mig, vil ég af kærleika þakka það. Án ykkar hefði ég brotnað!“

Pistilinn má lesa í heild með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos