Ríkislögreglustjóri bendir landsmönnum á að með einföldum hætti sé hægt að tilkynna ofbeldisfull myndbönd sem í dreifingu kunna að vera.
Í tilkynningu frá embættinu segir:
„Hefur þú séð ofbeldismyndbönd ungmenna í dreifingu á samfélagsmiðlum eða vefsíðum? Þú getur tilkynnt myndböndin með einföldum hætti á www.logreglan.is.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn barna til þess að tala við börn og ungmenni um örugga netnotkun. Gagnlegar upplýsingar til að eiga samtalið má finna á https://www.112.is/ofbeldi/oryggi-i-netsamskiptum-barna“
Skýringamyndir má svo finna með færslunni þar sem sýnt er hvernig tilkynna má um slík myndbönd með einföldum hætti.