fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Dulúð leikur um fyrirhugað vorsókn Úkraínumanna – Sérfræðingur er með kenningu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. apríl 2023 06:45

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er langt síðan úkraínskir ráðamenn sögðu að úkraínski herinn myndi blása til gagnsóknar gegn rússneska hernum á vormánuðum. Vitað er að Úkraínumenn hafa verið að undirbúa vorsóknina mánuðum saman en lítið bólar á henni enn sem komið er og vorið hálfnað.

Það er því fullt tilefni til að velta fyrir sér af hverju sóknin er ekki hafin. Breska varnarmálaráðuneytið sagði í nýlegri stöðufærslu um gang stríðsins að mikil bleyta sé nú í Úkraínu og það geri báðum stríðsaðilum erfitt fyrir en reikna megi með að ástandið batni á næstum vikum.

Anders Puck Nielsen, sérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við B.T. vorsóknin byggist á því að hægt sé að komast leiðar sinnar og ef Úkraínumenn vilji ná hernumdu svæðunum aftur á sitt vald þá sé það tíminn frá maí fram í október sem bjóði upp á bestu skilyrðin.

Hann sagðist telja að bestu skilyrðin séu frá því í miðjum maí og fram eftir ári. „En auðvitað geta atburðir átt sem stað sem þýða að gagnsóknin frestast um nokkrar vikur. Til dæmis slæmt veður,“ sagði hann.

Hann sagði að þetta og sú staðreynd að frá miðjum maí verði Úkraínumenn væntanlega tilbúnir með öll þau vopn sem þeir hafa fengið frá Vesturlöndum sem og að þá verði þjálfun úkraínskra hermanna erlendis lokið benda til að sóknin hefjist líklega þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum